Lindex tekið opnum örmum - stærsta opnun í sögu fyrirtækisins 14. nóvember 2011 11:57 Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon, hér ásamt sonum sínum Daníel Viktori og Magnúsi Val. Mynd/GVA Sænska tískuvöruverslunin Lindex opnaði um helgina í Smáralind og fékk vægast sagt góðar undirtektir en um stærstu opnun í sextíu ára sögu fyrirtækisins er að ræða. Aðstandendur verslunarinnar hér á landi, þau Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir mættu voru gestir þáttarins Í bítið í morgun. Albert og Lóa voru búsett í Svíþjóð þar sem þau kynntust Lindex sem selur föt fyrir konur og börn á góðu verði. Þeim datt í hug að kynna vöruna fyrir Íslendingum og einu og hálfu ári síðar opnaði verslunin í Smáralind. Þau segja mikla eftirvæntingu hafa ríkt, ekki síst hjá þeim sjálfum en um sautján þúsund manns höfðu gerst vinir Lindex á Facebook. Það er jafnmikill fjöldi og er á vinalista Lindex í Noregi. Þau segjast því hafa búist við góðum viðbrögðum, en þó ekkert í líkingu við það sem varð. „Við þurftum að hleypa inn í hollum alla helgina," segir Lóa. Verðið segja þau fyllilega sambærilegt við það sem er í Svíþjóð, en þar í landi er verslunin þekkt fyrir gæðavörur á lágu verði. Lindex keðjan er nú í fjórtán löndum og með 430 verslanir. Eins og Íslendingum er tamt bókstaflega réðust þeir á búðina þegar hún opnaði um helgina. Um er að ræða stærstu opnun í sögu Lindex, en saga búðarinnar nær rúmlega 60 ár aftur í tímann. „Við vorum að selja meira en stórar Lindex búðir í Osló og í Gautaborg," segja hjónin og hafa það eftir sænskum forsvarsmönnum Lindex sem voru viðstaddir opnunina. „Þeir sögðu, þetta á ekki að vera hægt." Hlustið á spjallið við þau Albert og Lóu hér að ofan. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
Sænska tískuvöruverslunin Lindex opnaði um helgina í Smáralind og fékk vægast sagt góðar undirtektir en um stærstu opnun í sextíu ára sögu fyrirtækisins er að ræða. Aðstandendur verslunarinnar hér á landi, þau Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir mættu voru gestir þáttarins Í bítið í morgun. Albert og Lóa voru búsett í Svíþjóð þar sem þau kynntust Lindex sem selur föt fyrir konur og börn á góðu verði. Þeim datt í hug að kynna vöruna fyrir Íslendingum og einu og hálfu ári síðar opnaði verslunin í Smáralind. Þau segja mikla eftirvæntingu hafa ríkt, ekki síst hjá þeim sjálfum en um sautján þúsund manns höfðu gerst vinir Lindex á Facebook. Það er jafnmikill fjöldi og er á vinalista Lindex í Noregi. Þau segjast því hafa búist við góðum viðbrögðum, en þó ekkert í líkingu við það sem varð. „Við þurftum að hleypa inn í hollum alla helgina," segir Lóa. Verðið segja þau fyllilega sambærilegt við það sem er í Svíþjóð, en þar í landi er verslunin þekkt fyrir gæðavörur á lágu verði. Lindex keðjan er nú í fjórtán löndum og með 430 verslanir. Eins og Íslendingum er tamt bókstaflega réðust þeir á búðina þegar hún opnaði um helgina. Um er að ræða stærstu opnun í sögu Lindex, en saga búðarinnar nær rúmlega 60 ár aftur í tímann. „Við vorum að selja meira en stórar Lindex búðir í Osló og í Gautaborg," segja hjónin og hafa það eftir sænskum forsvarsmönnum Lindex sem voru viðstaddir opnunina. „Þeir sögðu, þetta á ekki að vera hægt." Hlustið á spjallið við þau Albert og Lóu hér að ofan.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira