Viðskipti erlent

Markaðir á jákvæðu nótunum í Evrópu

Markaðir í Evrópu eru flestir í grænum tölum eftir að þeir opnuðu í morgun. Hækkanir á vísitölum eru þó undir einu prósenti fyrir utan kauphöllina í Mílanó þar sem vísitalan hefur hækkað um rúmt 1,5%.

Þessar hækkanir koma í kjölfar þess að Asíumarkaðir lokuðu einnig í plústölum í nótt en hækkanir þar voru einnig undir einu prósenti.

Sérfræðingar túlka þessar tölur þannig að markaðir séu hóflega bjartsýnir á nýjar ríkisstjórnir á Ítalíu og í Grikklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×