Innlent

Börn Sævars Ciesielski afhenda ráðherra gögn

Sævar Ciesielski.
Sævar Ciesielski. Mynd Freyr Einarsson
Börn Sævar Ciesielski, sem var dæmdur fyrir að hafa orðið Guðmundi og Geirfinni að bana, ætla að afhenda Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, mikið magn málsskjala og gagna sem tengjast málinu, og voru í vörslu Sævars þegar hann lést. Þau munu afhenda ráðherranum skjölin klukkan eitt í dag

Innanríkisráðherra skipaði starfshóp til að fara yfir Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Hópnum hefur verið falið að falið að fara yfir málið í heild sinn, en sérstaklega þá þætti sem snúa að rannsókn þess og framkvæmd rannsóknarinnar.

Fjölskylda Sævars trúir því að hann hafi verið saklaus af morðunum.

Börn Sævars eru Lilja Rún Jensen, Victor Blær Jensen, Sigurþór Sævarsson og Hafþór Sævarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×