Viðskipti erlent

Warren Buffett ríkasti eldri borgari í heimi

Magnús Halldórsson skrifar
Warren Buffett. Hann vakti mikla athygli á dögunum þegar hann sagðist borga alltof lága skatta, töluvert lægri en ritarinn hans greiddi.
Warren Buffett. Hann vakti mikla athygli á dögunum þegar hann sagðist borga alltof lága skatta, töluvert lægri en ritarinn hans greiddi.
Fjárfestirinn Warren Buffett er ríkasti eldri borgari í heimi, samkvæmt lista Forbes. Hans helsta eign er hlutur í fjárfestingarfélaginu Bershire Hathaway en heildareignir eru metnar á 39 milljarða dollara, eða sem nemur um tæplega 4.500 milljörðum króna. Það jafngildir þremur íslenskum landsframleiðslum.

Í öðru sæti á listanum yfir ríka eldri borgara, þ.e. fólk yfir 67 ára aldri, er Larry Ellison, fjárfestir, með heildareignir upp á 67 milljarða.

Á listanum er m.a annarra George Soros, sem rekur vogunarsjóði, og fjölmiðlarisinn Michael Bloomberg, auk hjónanna Forrest og Jacqueline Mars sem eru stærstu eigendur hústækjaframleiðandans Candy.

Listinn er eftirfarandi.

1. Warren Buffett 81 árs. 39 milljarðar dollara.

2. Larry Ellison 67 ára 33 ma. dollara.

3.Charles Koch 75 ára 25 ma. dollara.

4. David Koch 71 árs 25 ma. dollara.

5. George Soros 81 árs. 22 ma. dollara.

6. Sheldon Adelson 78 ára. 21.5 ma. dollara.

7. S. Robson Walton 67 ára. 20.5 ma. dollara.

8. Michael Bloomberg 69 ára. 19.5 ma. dollara.

9. Forrest Mars 80 ára. 13.8 ma. dollara.

10. Jacqueline Mars 71 árs. 13.8 ma. dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×