Viðskipti erlent

Ítalir undir miklum þrýstingi frá ESB

Silvio Berlusconi
Silvio Berlusconi
Búist er við því að neðri deild ítalska þingsins afgreiði í dag frumvarp ríkisstjórnarinnar um tæplega sextíu milljarða evra niðurskurð í opinberum útgjöldum, eða sem um níu þúsund og fimm hundruð milljörðum króna. Ítalir eru undir miklum þrýstingi frá Evrópusambandinu til að klára málið en efri deild þingsins samþykkti frumvarpið í gær.

Silvio Berlosconni, forsætisráðherra Ítalíu, hefur lýst því yfir að hann muni segja af sér um leið og frumvarpið verður samþykkt. Allt bendir til þess að Mario Monti sextíu og átta ára hagfræðingur og stjórnandi Bocconi háskólans í Mílanó verði næst forsætisráðherra Ítalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×