Viðskipti erlent

Einn af hverjum fimm vill vinna meira

Einn af hverjum fimm hlutastarfsmönnum innan Evrópusvæðisins gat hugsað sér að taka að sér meiri vinnu en var að fá á síðasta ári, en flestir þeirra voru í Lettlandi, Grikklandi og á Spáni þar sem um eða yfir helmingur hlutastarfsmanna vildi vinna meira.

Alls eru rúmlega 40 milljónir hlutastarfsmanna á Evrópusvæðinu, en þrír fjórðu hlutar þeirra eru konur að því er hagstofa Evrópusambandsins greinir frá.

Alls voru tæplega 10 milljónir innan Evrópusambandsins beinlínis óvirkar á vinnumarkaði á tímabilinu; það er að segja sýndu því engan áhuga að leita að vinnu, en stærstur hluti þeirra var á Ítalíu eða 10 prósent vinnuaflsins þar í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×