Viðskipti erlent

Atkvæðagreiðslan á Ítalíu færir fjárfestum von

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Silvio Berlusconi er sagður vera á leið úr embætti forsætisráðherra Ítalíu.
Silvio Berlusconi er sagður vera á leið úr embætti forsætisráðherra Ítalíu. mynd/ afp.
Hlutabréfamarkaðir hækkuðu í dag eftir að ítalska þingið samþykkti aðgerðaráætlun i efnahagsmálum. Um leið og markaðir í Bandaríkjunum og í Evrópu hækkuðu, lækkaði skuldatryggingarálagið á Ítalíu. Það hafði náð methæðum í vikunni, eftir því sem fram kemur á BBC.

Fullyrt er að atkvæðagreiðslan í ítalska þinginu í dag marki upphafið að endalokum Silvio Berlusconis í embætti forsætisráðherra Ítalíu. Fjárfestar vonist til þess að nýja ríkisstjórnin muni grípa til aðgerða sem séu nauðsynlegar til að koma ró á markaðina. Dow Jones vísitalan í Bandaríkjunum hækkaði um 2,1% í dag, í Þýskalandi hækkaði vísitalan um 3,2% og í Bretlandi hækkaði FTSE vísitalan um 1,8%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×