Viðskipti erlent

Ríkustu konur heims eru eigendur Wal Mart

Christy Walton, stór eigandi að stærsta vinnuveitanda Bandaríkjanna, Wal Mart, er álitinn ríkasta kona heims.
Christy Walton, stór eigandi að stærsta vinnuveitanda Bandaríkjanna, Wal Mart, er álitinn ríkasta kona heims.
Tvær konur úr Wal Mart-veldinu, Christy Walton og Alice Walton, eru ríkustu konur heims samkvæmt lista Forbes. Eignir þeirra eru sameiginlega metna á 45,5 milljarða dollara eða sem nemur ríflega 5.200 milljörðum króna. Það jafngildir ríflega þremur og hálfri íslenskri landsframleiðslu. Christy er talinn örlítið ríkari en eignir hennar eru metnar á 24,5 milljarða dollara, eða sem nemur 2.800 milljörðum króna.

Fimm efstu á lista Forbes eru eftirfarandi.

1. Christy Walton 24,5 ma. dollara. Wal Mart.

2. Alice Walton 21 ma. dollara. Wal Mart.

3. Jacqueline Mars 13,8 ma. dollara. Candy.

4. Anne Cox Chambers 12 ma. dollara. Fjölmiðlar á Austurströnd Bandaríkjanna.

5. Abigail Johnson. 11,7 ma. dollara. Fidelity.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×