Fótbolti

Juventus enn ósigrað eftir að hafa náð jafntefli gegn Napoli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pandev, til hægri, fagnar öðru marka sinna í kvöld.
Pandev, til hægri, fagnar öðru marka sinna í kvöld. Nordic Photos / AFP
Juventus lenti 3-1 undir gegn Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld en náði með góðum lokaspretti að tryggja sér 3-3 jafntefli í leiknum.

Juventus er því með 26 stig á toppi deildairnnar en Napoli er nú í því sjötta með sautján stig. AC Milan og Udinese eru tveimur stigum á eftir Juventus.

Goran Pandev fór á kostum í fjarveru Edinson Cavani sem á við meiðsli að stríða. Marek Hamsik kom Napoli yfir með marki á 23. mínútu, sjö mínútum eftir að hann brenndi af vítaspyrnu.

Pandev skoraði svo undir lok fyrri hálfleiks en Alessandr Matri minnkaði svo muninn fyrir Juventus í upphafi þess síðari. Pandev skoraði öðru sinni þegar 22 mínútur voru til leiksloka og virtist hafa fara langt með að tryggja Napoli sigur.

En þeir Marcelo og Estigarribia og Simone Pepe náðu báðir að skora fyrir Juventus á lokakafla leiksins. Liðið er því enn ósigrað eftir tólf deildarleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×