Erlent

Nætur-regnbogi náðist á mynd við Skógafoss

Mynd Vetters af Skógarfossi.
Mynd Vetters af Skógarfossi. mynd/Stephane Vetter
Ljósmyndarinn Stephane Vetter náði ótrúlegri mynd af nætur-regnboga við Skógafoss.

Á myndinni sést Skógafoss í öllu í sínu veldi. Um himininn líða norðurljós og handan þeirra skína silfraðar stjörnur. Myndin er því augljóslega tekin að nóttu til - en hvað er þá regnbogi að gera þarna?

Vetter notaðist við langan lýsingartíma á myndinni. Þannig gat hún myndað vatnsagnir sem þyrlast hafa upp frá botni fossins.

Birtan frá tunglinu síast í gegnum vatnsagnirnar og nætur-regnbogi myndast. Vegna þess hve birtan frá tunglinu er dauf þurfti Vetter að hafa ljósop myndavélarinnar opið mun lengur en vanalega.

Hægt er að sjá umfjöllun The Daily Mail um ljósmyndir Stephane Vetter hér - einnig er hægt að skoða fleiri ljósmyndir Vetters hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×