Fótbolti

Inter vann mikilvægan sigur Siena í ítalska boltanum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Adrian Mutu fagnar hér öðru marki sínu fyrir Cesena í dag.
Adrian Mutu fagnar hér öðru marki sínu fyrir Cesena í dag. Mynd. / Getty Images
Fjórir leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í dag, en það má helst nefna mikilvægan sigur Inter Milan á Siena 1-0 á útivelli.

Cagliari og Bologna gerðu 1-1 jafntefli. Cesena sigraði Genoa 2-0 á heimavelli en Adrian Mutu skoraði bæði mörkin fyrir lið Cesena.

Palermo sigraði Fiorentina 2-0 á Stadio Renzo Barber, heimavelli Palermo. Inter Milan sigraði síðan Siena með einum marki gegn engu á útivelli. Eina mark leiksins gerði Luc Castaignos fyrir Inter.

Juventus er í efsta sæti deildarinnar með 25 stig, einu stigi á undan Udinese. Inter Milan er í 15. sæti deildarinnar með 14 eftir skelfilega byrjun. Liðið virðist samt vera komið í gang.

Úrslit dagsins:

Cagliari - Bologna - 1 - 1 

Cesena - Genoa - 2 - 0 

Palermo - Fiorentina - 2 - 0 

Siena - Inter Milan - 0 - 1 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×