Innlent

Fundað um Nubo á ríkisstjórnarfundi

Stjórnaráðshúsið.
Stjórnaráðshúsið.
Ríkisstjórnarfundur stendur nú yfir í stjórnarráðshúsinu en meðal málefna sem eru á dagskrá, samkvæmt heimildum fréttastofu, er umsókn Kínverjans Huangs Nubo um undaþágu frá lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna vegna fjárfestingar á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hefur kynnt afstöðu sína til umsóknar Nubo fyrir ríkisstjórninni og nokkur önnur mál eru jafnframt að á dagskrá.

Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa lýst því yfir að ef innanríkisráðherra synjar Nubo um undanþágu frá lögunum muni það hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×