Fótbolti

Villa-Boas: Ensku liðin eiga erfitt í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Chelsea í leikslok í kvöld.
Leikmenn Chelsea í leikslok í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Pressan á Andre Villa-Boas, þjálfara Chelsea, er orðinn enn meiri eftir 2-1 tap á móti Bayer Leverkusen í Þýskalandi í kvöld en Chelsea-liðið hefur þar með tapað fjórum af síðustu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni:

„Ensku liðin eiga erfitt í Meistaradeildinni eins og er en við þurfum bara að bíta á jaxlinn," sagði Andre Villa-Boas en þýska liðið skoraði sigurmarkið sitt með skalla eftir hornspyrnu í uppbótartíma leiksins.

„Við vorum búnir að verjast vel í föstu leikatriðum í leiknum eða allt þar til í blálokin. Lítil mistök geta gert gæfumuninn," sagði Villa-Boas en Chelsea mætir Valencia í lokaumferðinni í hreinum úrslitaleik um sæti í sextán liða úrslitunum.

„Við erum ennþá á undan Valencia og getum farið áfram," sagði Andre Villa-Boas, þjálfari Chelsea en það bíður liðsins taugatrekkjandi lokaumferð alveg eins og hjá Manchester-liðunum báðum. Arsenal er hinsvegar eina enska liðið sem er komið áfram í sextán liða úrslitin fyrir lokaumferð riðlakeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×