Van Persie skaut Arsenal áfram í 16 liða úrslitin - Chelsea tapaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2011 19:15 Robin van Persie. Mynd/Nordic Photos/Getty Robin van Persie skoraði bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri á þýska liðinu Borussia Dortmund í Meistaradeildinni í kvöld en Arsenal var eitt af þremur liðum sem komust áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Hin liðin sem komust áfram í kvöld voru Bayer Leverkusen og Apoel Nicosia. Barcelona og AC Milan voru þegar búin að tryggja sig áfram upp úr sínum riðli en sigur Barcelona í Mílanó þýðir að Evrópumeistararnir eru búnir að vinna riðilinn. Robin van Persie er óstöðvandi þessa daganna og hann skoraði bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri á Borussia Dortmund. Sigur Arsenal og 1-0 útisigur Olympiakos á Marseille þýðir að Arsenal-menn eru búnir að vinna riðilinn. Manuel Friedrich skoraði sigurmark Bayer Leverkusen á móti Chelsea í uppbótartíma en 2-1 sigur Bayer og 7-0 stórsigur Valenica á Genk þýðir að Chelsea fær spænska liðið í heimsókn í hreinan úrslitaleik á Stamford Bridge í lokaumferðinni. Didier Drogba kom Chelsea yfir í byrjun seinni hálfleiks en Eren Derdiyok jafnaði á 73. mínútu áður en Friedrich skoraði sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu. Barcelona tryggði sér sigur í sínum riðli með 3-2 sigri á AC Milan í Mílanó en bæði liðin voru komin áfram fyrir þennan leik. Börsungar komust þrisvar yfir í leiknum en AC Milan tókst tvisvar að jafna. Lionel Messi skoraði annað mark Barca út umdeildu víti sem hann þurfti að taka aftur en argentínski snillingurinn átti stóran þátt í fyrsta markinu og lagði síðan upp sigurmarkið fyrir Xavi. Apoel Nicosia frá Kýpur komst áfram eftir markalaust jafntefli á móti Zenit í Rússlandi en þetta er í fyrsta sinn sem lið frá Kýpur kemst svona langt. Porto á enn möguleika eftir 2-9 útisigur á Shakhtar Donetsk. Porto fær Zenit St. Petersburg í heimsókn í lokaumferðinni í hreinum úrslitaleik um sæti í sextán liða úrslitunum.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillBayer Leverkusen - Chelsea 2-1 0-1 Didier Drogba (48.), 1-1 Eren Derdiyok (73.), 2-1 Manuel Friedrich (90.+1)Valencia - Genk 7-0 1-0 Jonas (10.), 2-0 Roberto Soldado (13.), 3-0 Roberto Soldado (36.), 4-0 Roberto Soldado (40.), 5-0 Pablo Hernández (68.), 6-0 Aritz Aduriz (70.), 7-0 Tino Costa (81.)F-riðillArsenal - Dortmund 2-1 1-0 Robin van Persie (49.), 2-0 Robin van Persie (86.), 2-1 Shinji Kagawa (90.)Marseille - Olympiakos 0-1 0-1 Ioannis Fetfatzidis (82.)G-riðill Zenit - APOEL 0-0Shakhtar Donetsk - FC Porto 0-2 0-1 Hulk (79.), 0-2 sjálfsmark (90.)H-riðillAC Milan - Barcelona 2-3 0-1 Sjálfsmark (14.), 1-1 Zlatan Ibrahimovic (20.), 1-2 Lionel Messi, víti (32.), 2-2 Kevin-Prince Boateng (54.), 2-3 Xavi (63.)BATE - Plzen 0-1 0-1 Marek Bakos (42.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira
Robin van Persie skoraði bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri á þýska liðinu Borussia Dortmund í Meistaradeildinni í kvöld en Arsenal var eitt af þremur liðum sem komust áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Hin liðin sem komust áfram í kvöld voru Bayer Leverkusen og Apoel Nicosia. Barcelona og AC Milan voru þegar búin að tryggja sig áfram upp úr sínum riðli en sigur Barcelona í Mílanó þýðir að Evrópumeistararnir eru búnir að vinna riðilinn. Robin van Persie er óstöðvandi þessa daganna og hann skoraði bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri á Borussia Dortmund. Sigur Arsenal og 1-0 útisigur Olympiakos á Marseille þýðir að Arsenal-menn eru búnir að vinna riðilinn. Manuel Friedrich skoraði sigurmark Bayer Leverkusen á móti Chelsea í uppbótartíma en 2-1 sigur Bayer og 7-0 stórsigur Valenica á Genk þýðir að Chelsea fær spænska liðið í heimsókn í hreinan úrslitaleik á Stamford Bridge í lokaumferðinni. Didier Drogba kom Chelsea yfir í byrjun seinni hálfleiks en Eren Derdiyok jafnaði á 73. mínútu áður en Friedrich skoraði sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu. Barcelona tryggði sér sigur í sínum riðli með 3-2 sigri á AC Milan í Mílanó en bæði liðin voru komin áfram fyrir þennan leik. Börsungar komust þrisvar yfir í leiknum en AC Milan tókst tvisvar að jafna. Lionel Messi skoraði annað mark Barca út umdeildu víti sem hann þurfti að taka aftur en argentínski snillingurinn átti stóran þátt í fyrsta markinu og lagði síðan upp sigurmarkið fyrir Xavi. Apoel Nicosia frá Kýpur komst áfram eftir markalaust jafntefli á móti Zenit í Rússlandi en þetta er í fyrsta sinn sem lið frá Kýpur kemst svona langt. Porto á enn möguleika eftir 2-9 útisigur á Shakhtar Donetsk. Porto fær Zenit St. Petersburg í heimsókn í lokaumferðinni í hreinum úrslitaleik um sæti í sextán liða úrslitunum.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillBayer Leverkusen - Chelsea 2-1 0-1 Didier Drogba (48.), 1-1 Eren Derdiyok (73.), 2-1 Manuel Friedrich (90.+1)Valencia - Genk 7-0 1-0 Jonas (10.), 2-0 Roberto Soldado (13.), 3-0 Roberto Soldado (36.), 4-0 Roberto Soldado (40.), 5-0 Pablo Hernández (68.), 6-0 Aritz Aduriz (70.), 7-0 Tino Costa (81.)F-riðillArsenal - Dortmund 2-1 1-0 Robin van Persie (49.), 2-0 Robin van Persie (86.), 2-1 Shinji Kagawa (90.)Marseille - Olympiakos 0-1 0-1 Ioannis Fetfatzidis (82.)G-riðill Zenit - APOEL 0-0Shakhtar Donetsk - FC Porto 0-2 0-1 Hulk (79.), 0-2 sjálfsmark (90.)H-riðillAC Milan - Barcelona 2-3 0-1 Sjálfsmark (14.), 1-1 Zlatan Ibrahimovic (20.), 1-2 Lionel Messi, víti (32.), 2-2 Kevin-Prince Boateng (54.), 2-3 Xavi (63.)BATE - Plzen 0-1 0-1 Marek Bakos (42.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira