Fótbolti

Villas-Boas: Verðum að komast aftur á sigurbraut

Chelsea mætir Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni á morgun og stjórinn, Andre Villas-Boas, segir að leikurinn sé gríðarlega mikilvægur fyrir Chelsea enda þurfi liðið sárlega að rétta úr kútnum eftir dapurt gengi upp á síðkastið.

Sigur myndi einnig létta pressunni á stjóranum en breskir fjölmiðlar eru þegar farnir að gera því skóna að hann verði rekinn.

"Það sem skiptir öllu er að komast aftur á sigurbraut. Þess vegna er þetta risastór leikur fyrir okkur," sagði Villas-Boas en Chelsea hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og er 12 stigum á eftir Man. City í ensku úrvalsdeildinni.

"Eftir þennan leik eru þrír leikir i deildinni og þar verðum við að fá níu stig. Áskorunin er hafa trúna og styrkinn til þess að næla í þessu stig."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×