Greg Halman, leikmaður Seattle Mariners í MLB-deildinni, var stunginn til bana í Rotterdam í Hollandi í dag. Bróðir hans var í kjölfarið handtekinn vegna málsins.
Halman er einn af fáum Hollendingum sem hefur slegið í gegn í hafnabolta en hann var lykilmaður í liði Hollands sem varð Evrópumeistari árið 2007.
Hann var lengi vel að spila í neðri deildum hafnaboltans en fékk tækifæri með Mariners í vetur.
Hann var aðeins 24 ára gamall en bróðir hans sem grunaður er um verknaðinn er 22 ára.
