Tottenham vann þannig samanlagt 3-2.
AZ Alkmaar vann fyrri leikinn 1-0 og Tottenham liðið mátti þola talsverða gagnrýni eftir þann leik.
Lærisveinar Ange Postecoglou svöruðu henni með því að afgreiða Hollendingana í seinni leiknum.
Wilson Odobert kom Tottenham í 1-0 á 27. mínútu eftir sendingu frá Dominic Solanke. Staðan var því orðin jöfn í einvíginu.
James Maddison skoraði annað markið eftir aðeins þriggja mínútna leik í seinni hálfleik eftir að hafa fengið boltann frá Heung-Min Son.
Tottenham var áfram i þeirri stöðu en Peer Koopmeiners minnkaði muninn á 63. mínútu og jafnaði með því einvígið.
Odobert skoraði sitt annað mark á 74. mínútu og aftur eftir sendingu frá Solanke. Tottenham var því aftur komið yfir samanlagt.
Lyon fór örugglega áfram á móti FCSB frá Búkarest. Lyon vann seinni leikinn 4-0 í kvöld og þar með 7-1 samanlagt. Georges Mikautadze skoraði tvö mörk og lagði líka þriðja markið upp fyrir Ernest Nuamah. Nuamah skoraði líka fjórða markið.