Þjóðaratkvæði um framhald viðræðna "ákaflega ólíklegt" Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. nóvember 2011 12:00 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir ákaflega ólíklegt að áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið verði borið undir þjóðaratkvæði verði viðræðum ekki lokið eftir kosningarnar 2013, eins og Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði um helgina. Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál sem samþykkt var á landsfundi í gær segir að gera skuli „hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu." Áður en þessi ályktun var samþykkt höfðu landsfundarfulltrúar fellt tvær breytingartillögur sem gengu nokkuð lengra og fjölluðu um að draga bæri aðildarumsókn til baka. Þrátt fyrir það er ályktun flokksins býsna skýr og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist bundinn af henni færi hann í ríkisstjórn. Það þýðir að verði það niðurstaðan mun hann setja áframhald aðildarviðræðna í dóm þjóðarinnar verði þeim ekki lokið eftir þingkosningarnar 2013.Of snemmt að pæla í stjórnarmyndun eftir kosningar Fréttastofa bar ályktun landsfundar undir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Ef, og ég endurtek, ef svo fer að þessir tveir flokkar mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar 2013, gæti Samfylkingin farið í slíkt samstarf ef Sjálfstæðisflokkurinn gerði kröfu um að bera áframhald aðildarviðræðna í þjóðaratkvæði? „Mér finnst það ákaflega ólíklegt, nema að því leytinu til að ef við verðum komin það langt með aðildarviðræðurnar að það beinlínis sé næsta skref að bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði þá getur það að ýmsu leyti fallið saman. En ég tel að það sé alltof snemmt að pæla í einhverju sem varðar ríkisstjórn eftir kosningar. Við ætlum að klára þetta fyrst og ég ætla uppfylla það hlutverk sem Alþingi fól mér að koma heim með samning sem þjóðin fær að kjósa um. Þessi niðurstaða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur heldur styrkt þá stöðu því flokkurinn kolfellur ekki eina, heldur tvær tillögur, um að slíta viðræðunum," segir Össur. Hann segir að enn sé raunhæft að stefna að því að ljúka viðræðunum fyrir kosningarnar 2013. „Ég hef nú aldrei gefið sjálfur út neinar tímasetningar en stækkunarstjóri Evrópusambandsins sem hér var á ferð, hann taldi að það væri raunhæft markmið að reyna að ljúka viðræðum fyrir kosningar. Hvort að það tekst, það verður tíminn að leiða í ljós, en viðræðurnar ganga vel. Þær eru á áætlun. Það sem skiptir mestu fyrir okkur er að ná að opna kafla um landbúnað og fiskveiðar því ég tel að við þurfum mikinn tíma til að ljúka þeim. Ég er mjög bjartsýnn á þetta," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Tillaga Tómasar Inga kolfelld - vilja samt hlé á aðildarviðræðum Tillaga Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, var felld. Hann lagði fram breytingartillögu sem gekk út á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Alls greiddu 1026 atkvæði. Já sögðu 355. Nei sögðu 665. Auðir og ógildir seðlar voru sex. Því var tillaga Tómasar Inga felld með miklum meirihluta. 20. nóvember 2011 14:44 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir ákaflega ólíklegt að áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið verði borið undir þjóðaratkvæði verði viðræðum ekki lokið eftir kosningarnar 2013, eins og Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði um helgina. Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál sem samþykkt var á landsfundi í gær segir að gera skuli „hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu." Áður en þessi ályktun var samþykkt höfðu landsfundarfulltrúar fellt tvær breytingartillögur sem gengu nokkuð lengra og fjölluðu um að draga bæri aðildarumsókn til baka. Þrátt fyrir það er ályktun flokksins býsna skýr og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist bundinn af henni færi hann í ríkisstjórn. Það þýðir að verði það niðurstaðan mun hann setja áframhald aðildarviðræðna í dóm þjóðarinnar verði þeim ekki lokið eftir þingkosningarnar 2013.Of snemmt að pæla í stjórnarmyndun eftir kosningar Fréttastofa bar ályktun landsfundar undir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Ef, og ég endurtek, ef svo fer að þessir tveir flokkar mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar 2013, gæti Samfylkingin farið í slíkt samstarf ef Sjálfstæðisflokkurinn gerði kröfu um að bera áframhald aðildarviðræðna í þjóðaratkvæði? „Mér finnst það ákaflega ólíklegt, nema að því leytinu til að ef við verðum komin það langt með aðildarviðræðurnar að það beinlínis sé næsta skref að bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði þá getur það að ýmsu leyti fallið saman. En ég tel að það sé alltof snemmt að pæla í einhverju sem varðar ríkisstjórn eftir kosningar. Við ætlum að klára þetta fyrst og ég ætla uppfylla það hlutverk sem Alþingi fól mér að koma heim með samning sem þjóðin fær að kjósa um. Þessi niðurstaða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur heldur styrkt þá stöðu því flokkurinn kolfellur ekki eina, heldur tvær tillögur, um að slíta viðræðunum," segir Össur. Hann segir að enn sé raunhæft að stefna að því að ljúka viðræðunum fyrir kosningarnar 2013. „Ég hef nú aldrei gefið sjálfur út neinar tímasetningar en stækkunarstjóri Evrópusambandsins sem hér var á ferð, hann taldi að það væri raunhæft markmið að reyna að ljúka viðræðum fyrir kosningar. Hvort að það tekst, það verður tíminn að leiða í ljós, en viðræðurnar ganga vel. Þær eru á áætlun. Það sem skiptir mestu fyrir okkur er að ná að opna kafla um landbúnað og fiskveiðar því ég tel að við þurfum mikinn tíma til að ljúka þeim. Ég er mjög bjartsýnn á þetta," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Tillaga Tómasar Inga kolfelld - vilja samt hlé á aðildarviðræðum Tillaga Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, var felld. Hann lagði fram breytingartillögu sem gekk út á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Alls greiddu 1026 atkvæði. Já sögðu 355. Nei sögðu 665. Auðir og ógildir seðlar voru sex. Því var tillaga Tómasar Inga felld með miklum meirihluta. 20. nóvember 2011 14:44 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Tillaga Tómasar Inga kolfelld - vilja samt hlé á aðildarviðræðum Tillaga Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, var felld. Hann lagði fram breytingartillögu sem gekk út á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Alls greiddu 1026 atkvæði. Já sögðu 355. Nei sögðu 665. Auðir og ógildir seðlar voru sex. Því var tillaga Tómasar Inga felld með miklum meirihluta. 20. nóvember 2011 14:44