Endurkjör Bjarna breytir litlu - Evrópumálin óleyst 20. nóvember 2011 16:37 Frá landsfundi. „Þetta er tvíbent. Það að hann skyldi fá sterkt framboð á móti sér sýnir óróleikamerki í kringum hann. En hann sigraði samt og stendur eftir sem ótvíræður leiðtogi," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur hjá Háskóla Íslands, spurður um stöðu Bjarna Benediktssonar eftir að hann var endurkjörinn formaður flokksins. Gunnar Helgi segir það augljóst að flokksvélin standi á bak við Bjarna en landsfundurinn þarf ekki að endurspegla hinn almenna kjósanda. Þannig sýndu kannanir fyrir landsfundinn að Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem má vel við una eftir kosninguna, hefur að því er virðist, breiðari skírskotun til hins almenna kjósenda flokksins. „En landsfundurinn er náttúrulega ekki það sama og kjósendur," áréttar Gunnar Helgi. Hann segir niðurstöðuna ekki breyta miklu fyrir flokkinn. Bjarni gæti styrkt stöðu sína en framtíðin er óljós. Spurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi misst af mikilvægri andlitslyftingu, ef svo má að orði komast, með því að kjósa Bjarna, svarar Gunnar Helgi því til að mörgum hafi greinilega fundist það - enda hlaut Hanna Birna rúmlega 500 atkvæði í kosningunni. Hann segir þó ómögulegt að segja til um afleiðingar þess ef Hanna Birna hefði sigrað formannslaginn. Gunnar Helgi segir alvarlegri mál blasa við Bjarna. Þannig var samþykkt á fundinum að gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Evrópumálin eru óleyst og það þarf einhvernveginn að takast á við þau," segir Gunnar Helgi um niðurstöðu fundarins um að gera hlé á aðildarviðræðum og ekki ganga til þeirra að nýju, fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig segir Gunnar Helgi að niðurstaðan sé augljóslega til málamynda, enda ekkert rannsakað hvort það sé yfirhöfuð hægt að gera hlé á samningaviðræðum eða til hvers og um hvað þjóðartkvæðagreiðslan ætti að vera. „Flokknum hefur mistekist að búa til sannfærandi línu hvað þetta varðar," segir Gunnar Helgi sem segir málið ekki tilefni til klofnings innan þingflokksins, þó það sé augljóslega afar umdeilt þar. Hann segir hinsvegar að flokkurinn mætti hafa áhyggjur af málinu, „enda margir bakhjarlar flokksins úr viðskiptalífinu, sem hafa aðra skoðun á þessu máli," segir Gunnar Helgi og undanskilur þá að sjálfsögðu sjávarútveginn í þessu mengi. Landsfundinum er lokið. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
„Þetta er tvíbent. Það að hann skyldi fá sterkt framboð á móti sér sýnir óróleikamerki í kringum hann. En hann sigraði samt og stendur eftir sem ótvíræður leiðtogi," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur hjá Háskóla Íslands, spurður um stöðu Bjarna Benediktssonar eftir að hann var endurkjörinn formaður flokksins. Gunnar Helgi segir það augljóst að flokksvélin standi á bak við Bjarna en landsfundurinn þarf ekki að endurspegla hinn almenna kjósanda. Þannig sýndu kannanir fyrir landsfundinn að Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem má vel við una eftir kosninguna, hefur að því er virðist, breiðari skírskotun til hins almenna kjósenda flokksins. „En landsfundurinn er náttúrulega ekki það sama og kjósendur," áréttar Gunnar Helgi. Hann segir niðurstöðuna ekki breyta miklu fyrir flokkinn. Bjarni gæti styrkt stöðu sína en framtíðin er óljós. Spurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi misst af mikilvægri andlitslyftingu, ef svo má að orði komast, með því að kjósa Bjarna, svarar Gunnar Helgi því til að mörgum hafi greinilega fundist það - enda hlaut Hanna Birna rúmlega 500 atkvæði í kosningunni. Hann segir þó ómögulegt að segja til um afleiðingar þess ef Hanna Birna hefði sigrað formannslaginn. Gunnar Helgi segir alvarlegri mál blasa við Bjarna. Þannig var samþykkt á fundinum að gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Evrópumálin eru óleyst og það þarf einhvernveginn að takast á við þau," segir Gunnar Helgi um niðurstöðu fundarins um að gera hlé á aðildarviðræðum og ekki ganga til þeirra að nýju, fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig segir Gunnar Helgi að niðurstaðan sé augljóslega til málamynda, enda ekkert rannsakað hvort það sé yfirhöfuð hægt að gera hlé á samningaviðræðum eða til hvers og um hvað þjóðartkvæðagreiðslan ætti að vera. „Flokknum hefur mistekist að búa til sannfærandi línu hvað þetta varðar," segir Gunnar Helgi sem segir málið ekki tilefni til klofnings innan þingflokksins, þó það sé augljóslega afar umdeilt þar. Hann segir hinsvegar að flokkurinn mætti hafa áhyggjur af málinu, „enda margir bakhjarlar flokksins úr viðskiptalífinu, sem hafa aðra skoðun á þessu máli," segir Gunnar Helgi og undanskilur þá að sjálfsögðu sjávarútveginn í þessu mengi. Landsfundinum er lokið.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira