Sport

Hnefaleikakappi lést eftir rothögg í bardaga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Rússinn Roman Simakov lést í dag af sárum sínum eftir að hafa verið sleginn niður í hnefaleikabardaga á mánudagskvöldið.

Simakov var sleginn niður af landa sínum, Sergei Kovalev, í sjöttu lotu þegar þeir börðust um WBC-titilinn í Asíu. Simakov var fyrst sleginn niður í sjöttu lotu, stóð samt upp og gat haldið áfram.

Kovalev hélt áfram að láta höggin dynja á höfði Simakov sem rotaðist í sjöundu lotu. Hann var fluttur á sjúkrahús í borginni Yekaterinburg í Úralfjöllunum í Rússlandi. Hann gekkst undir heilaskurðaðgerð á þriðjudaginn en lést svo í dag. Hann komst aldrei aftur til meðvitundar.

Þetta var í fyrsta sinn sem Simakov tapaði bardaga á rothöggi og annað í annað skiptið á atvinnumannaferlinum sem hann tapaði í 21 viðureign.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×