Fótbolti

Lehmann: Afar leiðinlegt að horfa á City spila

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jens Lehmann er með munninn fyrir neðan nefið.
Jens Lehmann er með munninn fyrir neðan nefið.
Markvörðurinn þýski, Jens Lehmann, er örugglega hæstánægður með að Manchester City er fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu þar sem honum þykir margt annað skemmtilegra en að horfa á City-menn spila fótbolta.

City vann í gær 2-0 sigur á Bayern München en féll engu að síður úr leik. „Manchester City spilar mjög, mjög leiðinlegan fótbolta,“ sagði Lehmann sem var á mála hjá Arsenal á sínum tíma.

„Þeir svæfa andstæðinginn með því að halda boltanum innan liðsins. Það er ekki mjög krefjandi leikstíll. Þeir spila á sama máta og áhugamenn, nema bara á betra grasi.“

„Þeir fjölmenna fyrir aftan boltann, spila fimm gegn tveimur og gefa boltann þangað til að marktækifærið kemur.“

„Það er heldur engin stemning á leikvanginum þeirra. Stuðningsmennirnir eru mjög hljóðlátir. Það er í raun ekkert spennandi í gangi hérna. Þeir voru mikið með boltann og mikið á eigin vallarhelmingi þar sem ekkert var að gerast. Þetta er mikil synd því þetta er ekki dæmigert fyrir enska knattspyrnu.“

„Napoli er lið með hjarta og ástríðu. Ég er mjög hrifinn af Napoli. Það er gott að liðið komast áfram og að við þurfum ekki að horfa á Manchester City í Meistaradeildinni í vetur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×