Handbolti

Stelpurnar unnu síðustu 43 mínúturnar 22-9 - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stelpurnar okkur stigu stórt skref í átt að sextán liða úrslitunum á HM kvenna í Brasilíu eftir frábæran 26-20 sigur á Þýskalandi í kvöld. Íslenska liðinu nægir að vinna botnlið Kína í lokaleiknum til að komast í 16 liða úrslitin.

Íslenska liðið gerði mörg mistök í upphafi leiksins og lenti 4-11 undir eftir 17 mínútur. Stelpurnar gáfust hinsvegar ekki upp, snéru leiknum sér í hag með frábærri vörn og unnu síðustu 43 mínúturnar 22-9.

Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Íslands og Þýskalands í Santos í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.

Mynd/Pjetur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×