Handbolti

Karen: Það verður gaman að fara aftur til Þýskalands

Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar
Karen í leiknum í kvöld.
Karen í leiknum í kvöld. mynd/pjetur
Miðjumaðurinn Karen Knútsdóttir átti frábæran leik gegn Þjóðverjum í kvöld og var markahæst í íslenska liðinu með níu mörk.

"Mér leið mjög vel í dag. Við Stella erum saman í herbergi og vorum búnar að ræða hvor ætti að taka vítin. Ég tók ábyrgðina og þetta hafðist," sagði Karen sem skoraði úr öllum sex vítunum sem hún tók í kvöld.

"Það gekk margt upp hjá okkur í kvöld og þá aðallega vörn og markvarsla. Fyrir vikið fengum við nokkur auðveld mörk sem var ánægjulegt," sagði Karen sem leikur með þýska liðinu Blomberg Lippe.

"Það verður gaman að fara aftur til Þýskalands eftir þennan leik."

Það var mikill munur á íslenska liðinu í kvöld og í síðustu tveim leikjum. Hvernig útskýrir Karen þann mun?

"Það gekk bara lítið upp hjá okkur í þeim leikjum. Þegar vörnin og markvarslan kemur þá erum við til alls líklegar," sagði Karen sem hafði ekki mikla trú á því að þjálfarateymið gæti hlaupið upp hæðirnar 20 á liðshótelinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×