Handbolti

Hrafnhildur: Gaman að vera til núna

Hrafnhildur fagnar í kvöld.
Hrafnhildur fagnar í kvöld. mynd/pjetur
Landsliðsfyrirliðinn Hrafnhildur Ósk Skúladóttir geislaði af gleði er hún hitti Sigurð Elvar Þórólfsson að máli í Santos í kvöld. Stelpurnar okkar voru þá nýbúnir að vinna glæsilegan sigur á Þýskalandi.

"Það er ótrúlega gaman að vera til núna. Þetta er stórkostlegur árangur. Þetta lið á að vera betra en við en engu að síður höfðum við alltaf trú á okkur," sagði Hrafnhildur.

"Þegar við fórum í 6/0 vörnina þá hugsaði ég að þær fara bara ekkert fram hjá okkur. Það gerðist líka. Þær fóru hvorki lönd né strönd."

Ísland mætir Kína á föstudag og sigur þar fleytir íslenska liðinu áfram í sextán liða úrslit.

"Við erum ekki að fara að vinna lið eins og Svartfjallaland og Þýskaland til þess að sitja síðan eftir. Við munum mæta einbeittar til leiks þar og spila aftur með hjartanu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×