Fótbolti

Mancini: Þetta er enginn heimsendir

Mynd/Nordic Photos/Getty
Leikmenn Man. City gerðu það sem þeir gátu í kvöld. Lögðu Bayern en það dugði ekki til þar sem Napoli vann á sama tíma og komst þar með áfram en City verður í Evrópudeildinni ásamt nágrönnum sínum í United.

"Tíu stig duga venjulega til þess að fara áfram í þessari keppni. Við gerðum samt ákveðin mistök og leikurinn gegn Napoli var leikurinn sem felldi okkur," sagði Roberto Mancini, stjóri City, eftir leikinn í kvöld.

"Lífið er ekki á enda og þetta er enginn heimsendir. Við munum gera það sem við getum til þess að vinna Evrópudeildina. Við komum samt aftur í Meistaradeildina að ári og þá ætlum við að gera betur.

"Auðvitað vildum við allir vinna Meistaradeildina en Evrópudeildin er líka mikilvægur bikar sem ég hef ekki unnið áður."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×