Umfjöllun og viðtöl: Grindvíkingar unnu Lengjubikarinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2011 16:44 Mynd/Daníel Grindvíkingar komust í hann krappann gegn Keflavík í úrslitaleik Lengjubikarsins í í DHL-höllinni í kvöld. Grindvíkingar voru búnir að vinna alla leiki sína í vetur fyrir leikinn en þurftu frábæran endakafla í fjórða leikhlutanum til þess að tryggja sér Lengjubikarmeistararatitilinn. Grindavík vann leikinn 75-74 eftir að hafa unnið síðustu sjö mínúturnar 18-7. Keflavík vann 67-58 yfir þegar tæpar sjö mínúur voru eftir. Þetta er í þriðja sinn sem Grindavík vinnur Fyrirtækjabikar karla en þeir unnu þessa keppni einnig 2000 og 2009. J'Nathan Bullock skoraði sigurkörfu Grindavíkur en hann var með 27 stig í leiknum. Charles Michael Parker skoraði 20 stig fyrir Keflavík en klikkaði á lokaskotinu sem hefði tryggt Keflavík titilinn. Grindvíkingar komust í 6-2 og 16-8 í upphafi leiks en Sigurður Ingimundarson,þjálfari Keflavíkur, var fljótur að taka leikhlé og Keflvíkingar voru búnir að minnka muninn í 20-15 í lok fyrsta leikhlutans. Keflvíkingar fengu góða innkomu af bekknum í byrjun annars leikhluta. Valur Orri Valsson byrjaði leikhlutann á því að setja niður þrist og annar þristiur frá Halldóri Halldórssyni og kom Keflavík yfir í 21-20. J'Nathan Bullock svaraði með fimm stigum á stuttum tíma og Grindavík var aftur komið með fimm stiga forystu, 26-21. Bullock var allt í öllu í Grindavíkurliðinu en fékk ekki mikla hjálp. Keflvíkingar gáfu sig samt ekkert og annar góður spettur með Steven Gerard Dagustino í fararbroddi kom þeim yfir í 33-28 og svo 38-30. Dagustino var að fara illa með Giordan Watson í hálfleiknum. Charles Michael Parker endaði síðan fyrri hálfleikinn á því að stela boltanum og koma Keflavík í 43-35 rétt áður en leiktíminn rann út. Giordan Watson byrjaði seinni hálfleikinn á því að skora og minnka muninn í 42-37 en Dagustino svaraði með þristi, sínum þriðja í leiknun. Liðin skiptust síðan á flottum troðslum og kveiktu vel´í áhorfendum. Watson átti aðra troðsluna í hraðaupphlaupi og virtist loksins vera kominn í gang. Grindvíkingar minnkuðu muninn í eitt stig, 50-51, en gekk illa að stoppa Charles Michael Parker sem skoraði grimmt á þessum kafla. Það hafði lítið gengið hjá Magnúsi Þór Gunnarssyni þegar hann fékk sjö víti á stuttum tíma, setti niður fimm þeirra og kom Keflavík í 60-51. Grindvíkingar náðu muninum hinsvegar niður í fjögur stig fyrir lokaleikhlutann en Keflavík var 60-56 yfir fyrir fjórða leikhlutann. Grindvíkingar minnkuðu muninn í tvö stig, 58-60, í fyrstu sókn fjórða leikhlutans en Dagustino var ekki hættur og setti niður mikilvægan þrist og tvær körfur til viðbótar sem kom Keflavík aftur níu stigum yfir, 67-58. Grindvíkingar voru ekki hættir. Þriggja stiga karfa frá Ólafi Ólafssyni og fimm stig í röð á stuttum tíma frá Giordan Watson sáu til þess að Grindavík náði að jafna metin í 71-71 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Dagustino og Watson skiptust á körfum og J'Nathan Bullock kom Grindavík síðan yfir í 75-74, í fyrsta sinn síðan í öðrum leikhluta, þegar rúmar hundrað sekúndur voru eftir. Magnús Þór Gunnarsson stal boltanum þegar hálf mínúta var eftir og Keflvíkingar fengu síðasta skotið en skot Charles Michael Parker geigaði og Grindvíkinga fögnuðu sigri. Helgi Jónas: Hefði verið agalegt að byrja á því að tapa núnaMynd/StefánHelgi Jónas Guðfinnsson vann sinn fyrsta titil sem þjálfari þegar hann gerði Grindavík að Lengjubikarmeisturum í kvöld. Helgi Jónas tók mikilvægt leikhlé þegar tæpar sjö mínútur voru eftir og Keflavík var níu stigum yfir. Grindvíkingar unnu í framhaldinu lokakafla leiksins 17-7. „Við vorum alltaf að elta en við náðum að landa þessu og ég er mjög stoltur af strákunum að sýna þann karakter að gefast ekki upp," sagði Helgi Jónas eftir leikinn. „Þeir fóru í svæði og við vorum svolítið ragir. Við höfum alltof taugastrekktir þegar við vorum að skjóta og þess vegna voru skotin okkar ekki að detta. Við þurfum að vera afslappaðari," sagði Helgi. Grindvíkingar voru búnir að vinna fyrstu fimmtán leiki tímabilsins og pressan var á liðinu að taka fyrsta titilinn. „Það var gríðarlega pressa á okkur fyrir þennan leik og það hefði verið agalegt ef við hefðum farið að byrja á því að tapa núna. Það var bara karakterinn í strákunum sem náði að landa þessu," sagði Helgi en hann gat ekki notað Pál Axel Vilbergsson sem var meiddur. „Páll Axel er driffjöður í sókninni hjá okkur og þegar menn fara í svæði á móti okkur þá nýtur hans sín rosalega vel. Hann vantaði í dag en menn þurfa bara að stíga upp. Við þurfum að vera með þannig lið að menn geti bara stigið upp," sagði Helgi Jónas. „Við spiluðum hörku vörn og björguðum okkur þannig í þessum leik. Sóknin var ekki að ganga en menn lögðu sig fram í varnarleiknum í seinni hálfleik," sagði Helgi Jónas. „Þetta var fyrsti titilinn minn sem þjálfari. Þetta var bara mjög gaman en þetta verður vonandi ekki sá síðasti," sagði Helgi Jónas að lokum. Sigurður Ingimundarson: Menn voru feimnir í lokinMynd/StefánSigurði Ingimundarsoyni tókst ekki að stýra Keflavíkurliðinu til sigurs í sjötta sinn í Fyrirtækjabikar KKÍ en liðið missti frá sér níu stiga forskot í lokaleikhlutanum. „Við klúðruðum þessu bara í restina. Menn voru feimnir að taka af skarið og stóri maðurinn okkar spilaði illa. Hann fékk ekki boltann og var síðan lélegur þegar hann fékk hann," sagði Sigurður Ingimundarson og var ekki ánægður með miðherjann Jarryd Cole sem skoraði bara 7 stig í leiknum. „Þeir spiluðu mjög fast á okkur og við fengum eiginlega engin víti í lokaleikhlutanum sem er bara fáránlegt. Við vorum búnir að gera þetta vel en svo spiluðu þeir grimma vörn á meðan við fengum lítið og þá fórum við að spila illa í sókninni," sagði Sigurður. „Við hefðum samt átt að gera betur í lokasókninni og vinna leikinn," sagði Sigurður en Charles Michael Parker átti síðasta skot leiksins en það geigaði. „Menn hafa talað meira um önnur lið en okkur sem er bara fínt. Við erum drullufúlir því okkur fannst við áttum að vinna þennan leik," sagði Sigurður. Grindavík-Keflavík 75-74 (20-15, 15-27, 21-18, 19-14)Grindavík: J'Nathan Bullock 27/11 fráköst, Giordan Watson 15/9 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 9/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 8/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3Keflavík: Steven Gerard Dagustino 26, Charles Michael Parker 20/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 11/6 fráköst, Jarryd Cole 7/7 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 5/8 fráköst, Valur Orri Valsson 5. Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Grindvíkingar komust í hann krappann gegn Keflavík í úrslitaleik Lengjubikarsins í í DHL-höllinni í kvöld. Grindvíkingar voru búnir að vinna alla leiki sína í vetur fyrir leikinn en þurftu frábæran endakafla í fjórða leikhlutanum til þess að tryggja sér Lengjubikarmeistararatitilinn. Grindavík vann leikinn 75-74 eftir að hafa unnið síðustu sjö mínúturnar 18-7. Keflavík vann 67-58 yfir þegar tæpar sjö mínúur voru eftir. Þetta er í þriðja sinn sem Grindavík vinnur Fyrirtækjabikar karla en þeir unnu þessa keppni einnig 2000 og 2009. J'Nathan Bullock skoraði sigurkörfu Grindavíkur en hann var með 27 stig í leiknum. Charles Michael Parker skoraði 20 stig fyrir Keflavík en klikkaði á lokaskotinu sem hefði tryggt Keflavík titilinn. Grindvíkingar komust í 6-2 og 16-8 í upphafi leiks en Sigurður Ingimundarson,þjálfari Keflavíkur, var fljótur að taka leikhlé og Keflvíkingar voru búnir að minnka muninn í 20-15 í lok fyrsta leikhlutans. Keflvíkingar fengu góða innkomu af bekknum í byrjun annars leikhluta. Valur Orri Valsson byrjaði leikhlutann á því að setja niður þrist og annar þristiur frá Halldóri Halldórssyni og kom Keflavík yfir í 21-20. J'Nathan Bullock svaraði með fimm stigum á stuttum tíma og Grindavík var aftur komið með fimm stiga forystu, 26-21. Bullock var allt í öllu í Grindavíkurliðinu en fékk ekki mikla hjálp. Keflvíkingar gáfu sig samt ekkert og annar góður spettur með Steven Gerard Dagustino í fararbroddi kom þeim yfir í 33-28 og svo 38-30. Dagustino var að fara illa með Giordan Watson í hálfleiknum. Charles Michael Parker endaði síðan fyrri hálfleikinn á því að stela boltanum og koma Keflavík í 43-35 rétt áður en leiktíminn rann út. Giordan Watson byrjaði seinni hálfleikinn á því að skora og minnka muninn í 42-37 en Dagustino svaraði með þristi, sínum þriðja í leiknun. Liðin skiptust síðan á flottum troðslum og kveiktu vel´í áhorfendum. Watson átti aðra troðsluna í hraðaupphlaupi og virtist loksins vera kominn í gang. Grindvíkingar minnkuðu muninn í eitt stig, 50-51, en gekk illa að stoppa Charles Michael Parker sem skoraði grimmt á þessum kafla. Það hafði lítið gengið hjá Magnúsi Þór Gunnarssyni þegar hann fékk sjö víti á stuttum tíma, setti niður fimm þeirra og kom Keflavík í 60-51. Grindvíkingar náðu muninum hinsvegar niður í fjögur stig fyrir lokaleikhlutann en Keflavík var 60-56 yfir fyrir fjórða leikhlutann. Grindvíkingar minnkuðu muninn í tvö stig, 58-60, í fyrstu sókn fjórða leikhlutans en Dagustino var ekki hættur og setti niður mikilvægan þrist og tvær körfur til viðbótar sem kom Keflavík aftur níu stigum yfir, 67-58. Grindvíkingar voru ekki hættir. Þriggja stiga karfa frá Ólafi Ólafssyni og fimm stig í röð á stuttum tíma frá Giordan Watson sáu til þess að Grindavík náði að jafna metin í 71-71 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Dagustino og Watson skiptust á körfum og J'Nathan Bullock kom Grindavík síðan yfir í 75-74, í fyrsta sinn síðan í öðrum leikhluta, þegar rúmar hundrað sekúndur voru eftir. Magnús Þór Gunnarsson stal boltanum þegar hálf mínúta var eftir og Keflvíkingar fengu síðasta skotið en skot Charles Michael Parker geigaði og Grindvíkinga fögnuðu sigri. Helgi Jónas: Hefði verið agalegt að byrja á því að tapa núnaMynd/StefánHelgi Jónas Guðfinnsson vann sinn fyrsta titil sem þjálfari þegar hann gerði Grindavík að Lengjubikarmeisturum í kvöld. Helgi Jónas tók mikilvægt leikhlé þegar tæpar sjö mínútur voru eftir og Keflavík var níu stigum yfir. Grindvíkingar unnu í framhaldinu lokakafla leiksins 17-7. „Við vorum alltaf að elta en við náðum að landa þessu og ég er mjög stoltur af strákunum að sýna þann karakter að gefast ekki upp," sagði Helgi Jónas eftir leikinn. „Þeir fóru í svæði og við vorum svolítið ragir. Við höfum alltof taugastrekktir þegar við vorum að skjóta og þess vegna voru skotin okkar ekki að detta. Við þurfum að vera afslappaðari," sagði Helgi. Grindvíkingar voru búnir að vinna fyrstu fimmtán leiki tímabilsins og pressan var á liðinu að taka fyrsta titilinn. „Það var gríðarlega pressa á okkur fyrir þennan leik og það hefði verið agalegt ef við hefðum farið að byrja á því að tapa núna. Það var bara karakterinn í strákunum sem náði að landa þessu," sagði Helgi en hann gat ekki notað Pál Axel Vilbergsson sem var meiddur. „Páll Axel er driffjöður í sókninni hjá okkur og þegar menn fara í svæði á móti okkur þá nýtur hans sín rosalega vel. Hann vantaði í dag en menn þurfa bara að stíga upp. Við þurfum að vera með þannig lið að menn geti bara stigið upp," sagði Helgi Jónas. „Við spiluðum hörku vörn og björguðum okkur þannig í þessum leik. Sóknin var ekki að ganga en menn lögðu sig fram í varnarleiknum í seinni hálfleik," sagði Helgi Jónas. „Þetta var fyrsti titilinn minn sem þjálfari. Þetta var bara mjög gaman en þetta verður vonandi ekki sá síðasti," sagði Helgi Jónas að lokum. Sigurður Ingimundarson: Menn voru feimnir í lokinMynd/StefánSigurði Ingimundarsoyni tókst ekki að stýra Keflavíkurliðinu til sigurs í sjötta sinn í Fyrirtækjabikar KKÍ en liðið missti frá sér níu stiga forskot í lokaleikhlutanum. „Við klúðruðum þessu bara í restina. Menn voru feimnir að taka af skarið og stóri maðurinn okkar spilaði illa. Hann fékk ekki boltann og var síðan lélegur þegar hann fékk hann," sagði Sigurður Ingimundarson og var ekki ánægður með miðherjann Jarryd Cole sem skoraði bara 7 stig í leiknum. „Þeir spiluðu mjög fast á okkur og við fengum eiginlega engin víti í lokaleikhlutanum sem er bara fáránlegt. Við vorum búnir að gera þetta vel en svo spiluðu þeir grimma vörn á meðan við fengum lítið og þá fórum við að spila illa í sókninni," sagði Sigurður. „Við hefðum samt átt að gera betur í lokasókninni og vinna leikinn," sagði Sigurður en Charles Michael Parker átti síðasta skot leiksins en það geigaði. „Menn hafa talað meira um önnur lið en okkur sem er bara fínt. Við erum drullufúlir því okkur fannst við áttum að vinna þennan leik," sagði Sigurður. Grindavík-Keflavík 75-74 (20-15, 15-27, 21-18, 19-14)Grindavík: J'Nathan Bullock 27/11 fráköst, Giordan Watson 15/9 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 9/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 8/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3Keflavík: Steven Gerard Dagustino 26, Charles Michael Parker 20/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 11/6 fráköst, Jarryd Cole 7/7 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 5/8 fráköst, Valur Orri Valsson 5.
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira