Hringvegurinn klárast ekki næsta áratuginn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2011 19:30 Breikkun Suðurlandsvegar til Selfoss lýkur í fyrsta lagi eftir áratug, Austfirðingar þurfa að bíða í sjö ár eftir Norðfjarðargöngum og Vestfirðingar fá ekki Dýrafjarðargöng fyrr en árið 2020. Þetta er meðal þess sem ný samgönguáætlun boðar en hún er nú í meðförum stjórnarflokkanna. Endurbygging Vestfjarðavegar milli Kjálkafjarðar og Vattarfjarðar verður stærsta verkefnið sem Vegagerðin ræðst í á næsta ári. Vestfjarðavegur fær einn miljarð króna af þeim sex milljörðum sem áætlaðir eru til nýframkvæmda á árinu. Álftanesvegur fær næstmest, 550 milljónir, og vegurinn til Drangsness í botni Steingrímsfjarðar fær 400 milljónir. Þar með er upptalið það helsta. Af smærri verkum á næsta ári má nefna 150 milljónir króna í malbikun Skíðadalsvegar inn af Dalvík, 100 milljónir fara í nýja brú yfir Reykjadalsá við Kleppjárnsreyki í Reykholtsdal og 100 milljónir fara í malbik áleiðis til Borgarfjarðar eystra. Alþingismenn stjórnarflokkanna eru einnig að skipta framlögum næstu átta ára og hætt er við að margir landsmenn verði fyrir vonbrigðum. Þannig verður ekki unnt að grafa Norðfjarðargöng fyrr en á árunum 2015 til 2018, Dýrafjarðargöng verða grafin á árunum 2018 til 2020, nýr Dettifossvegur lagður á árunum 2013 til 2015, síðasti kaflinn um Berufjarðarbotn 2013 til 2014, vegurinn um Gufudalssveit er áætlaður á árunum 2014 til 2016 og ný brú á Hornafjarðarfljót verður smíðuð á árunum 2015 til 2016. Í þéttbýlinu suðvestanlands reynir einnig á biðlund margra því ekki verða fjárveitingar til að breikka Reykjanesbraut við Straumsvík fyrr en á árunum 2015 til 2017, breikkun vegarins um Hellisheiði í 2+1 veg er á dagskrá 2013 til 2014 og 2+2 vegar um Ölfus, milli Selfoss og Hveragerðis, á árunum 2015 til 2018. Þá verður ný Ölfusárbrú við Selfoss smíðuð á árunum 2018 til 2020. Landsmenn þurfa sem sagt að bíða í sex ár enn þangað til tekst að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar sunnan Hafnarfjarðar, samkvæmt drögum að samgönguáætlun, og þótt breikkun Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis ljúki kannski eftir sjö ár stefnir í að kaflinn næst Reykjavík, við Rauðhóla, Geitháls og að Lögbergsbrekku, verði einbreiður næsta áratuginn, því hann er ekki á dagskrá fyrr en á árunum eftir 2020. Þá er ekki gert ráð fyrir byggja upp kafla hringvegarins um Breiðdalsheiði né veginn yfir Öxi fyrir árið 2020. Það sér því ekki enn fyrir endann á því hvenær tekst að ljúka malbikun hringvegarins, þjóðvegar númer eitt. Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Breikkun Suðurlandsvegar til Selfoss lýkur í fyrsta lagi eftir áratug, Austfirðingar þurfa að bíða í sjö ár eftir Norðfjarðargöngum og Vestfirðingar fá ekki Dýrafjarðargöng fyrr en árið 2020. Þetta er meðal þess sem ný samgönguáætlun boðar en hún er nú í meðförum stjórnarflokkanna. Endurbygging Vestfjarðavegar milli Kjálkafjarðar og Vattarfjarðar verður stærsta verkefnið sem Vegagerðin ræðst í á næsta ári. Vestfjarðavegur fær einn miljarð króna af þeim sex milljörðum sem áætlaðir eru til nýframkvæmda á árinu. Álftanesvegur fær næstmest, 550 milljónir, og vegurinn til Drangsness í botni Steingrímsfjarðar fær 400 milljónir. Þar með er upptalið það helsta. Af smærri verkum á næsta ári má nefna 150 milljónir króna í malbikun Skíðadalsvegar inn af Dalvík, 100 milljónir fara í nýja brú yfir Reykjadalsá við Kleppjárnsreyki í Reykholtsdal og 100 milljónir fara í malbik áleiðis til Borgarfjarðar eystra. Alþingismenn stjórnarflokkanna eru einnig að skipta framlögum næstu átta ára og hætt er við að margir landsmenn verði fyrir vonbrigðum. Þannig verður ekki unnt að grafa Norðfjarðargöng fyrr en á árunum 2015 til 2018, Dýrafjarðargöng verða grafin á árunum 2018 til 2020, nýr Dettifossvegur lagður á árunum 2013 til 2015, síðasti kaflinn um Berufjarðarbotn 2013 til 2014, vegurinn um Gufudalssveit er áætlaður á árunum 2014 til 2016 og ný brú á Hornafjarðarfljót verður smíðuð á árunum 2015 til 2016. Í þéttbýlinu suðvestanlands reynir einnig á biðlund margra því ekki verða fjárveitingar til að breikka Reykjanesbraut við Straumsvík fyrr en á árunum 2015 til 2017, breikkun vegarins um Hellisheiði í 2+1 veg er á dagskrá 2013 til 2014 og 2+2 vegar um Ölfus, milli Selfoss og Hveragerðis, á árunum 2015 til 2018. Þá verður ný Ölfusárbrú við Selfoss smíðuð á árunum 2018 til 2020. Landsmenn þurfa sem sagt að bíða í sex ár enn þangað til tekst að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar sunnan Hafnarfjarðar, samkvæmt drögum að samgönguáætlun, og þótt breikkun Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis ljúki kannski eftir sjö ár stefnir í að kaflinn næst Reykjavík, við Rauðhóla, Geitháls og að Lögbergsbrekku, verði einbreiður næsta áratuginn, því hann er ekki á dagskrá fyrr en á árunum eftir 2020. Þá er ekki gert ráð fyrir byggja upp kafla hringvegarins um Breiðdalsheiði né veginn yfir Öxi fyrir árið 2020. Það sér því ekki enn fyrir endann á því hvenær tekst að ljúka malbikun hringvegarins, þjóðvegar númer eitt.
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira