Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan – Keflavík 107-91 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 18. desember 2011 21:28 Úr leik liðanna í kvöld. mynd/vilhelm Stjarnan skellti Keflavík 107-91 í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti Iceland Express deildar karla í körfubolta. Stjarnan var fjórtán stigum yfir í hálfleik 61-47. Leikurinn var mjög hraður í upphafi og gengu sóknir beggja liða mjög vel en á sama tíma var lítið um varnir. Jafnræði var með liðunum allan fyrsta leikhluta en Stjarnan náði fjögurra stiga forystu undir lok fyrsta leikhluta 32-28. Stjarnan hóf annan leikhluta með látum og var komið með ellefu stiga forskot þegar leikhlutinn var hálfnaður 49-38. Stjarnan bætti í frekar en að gefa eftir og náði mest sextán stiga forystu í fjórðungnum en Keflavík skoraði síðustu körfu fyrri hálfleik og því munaði fjórtán stigum á liðunum 61-47. Stjarnan var mikið ákveðnar í öllum sínum aðgerðum sem lýsir sér best í því að liðið tók 22 fráköst í fyrri hálfleik gegn 7 hjá Keflavík en Stjarnan tók þar af 9 sóknarfráköst í fyrri hálfleik. Keflavík vann sig inn í leikinn í þriðja leikhluta með frábærum varnarleik og mikilli baráttu. Eftir fjórar mínútur í seinni hálfleik var munurinn kominn niður í sex stig 66-60. Stjarnan náði að stöðva atlögu Keflavíkur og var sjö stigum yfir fyrir síðasta leikhlutann 78-71. Stjarnan lenti aldrei í vandræðum í fjórða leikhluta, munurinn var yfirleitt í kringum tíu stig og aldrei nett sem benti til þess að Keflavík næði að gera leikinn spennandi sem og varð rauninn því sigur Stjörnunnar var mjög sannfærandi þegar yfirlauk. Teitur: Hefðum unnið alla í dag„Liðsheildin var frábær í dag. Það var allir í liðinu tilbúnir í slaginn og allir á sömu línunni. Það voru allir tilbúnir að leggja á sig fyrir félagana í liðinu og þá erum við mjög sterkir og góðir og þetta var líklega besti leikurinn okkar í vetur," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við fengum mörg stig á okkur framan af. Keflavík hitti mjög vel í byrjun, fengu fimm þrista. Venjulega dettur þriggja stiga prósentan niður er líður á leikina og það var raunin núna. Við náðum líka að stíga upp og laga okkur að því sem þeir voru að gera og mér fannst það ganga mjög vel." „Við finnum aftur okkar jafnvægi og þá fannst mér þetta ekki vera spurning." „Það voru allir tilbúnir í að berjast. Við hefðum unnið alla í dag, það skipti ekki máli hvort það var Grindavík, Keflavík eða hvaða lið sem er. Ég held að við hefðum unnið alla í dag. Það er virkilega gaman að fara með svona góða tilfinningu inn í jólinn og með sjálfstraust. Það líður öllum vel eftir þetta og menn geta borðar mat með góðri samvisku," sagði Teitur að lokum. Sigurður: Vorum ömurlegirVið gátum ekkert. Við spiluðum enga vörn og vorum ömurlegir," sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur í leikslok. „Við spiluðum ágætis vörn í nokkrar mínútur byrjun seinni hálfleiks og náðum þessu niður í leik eins og við viljum en svo duttum við niður. Ég veit ekki hvað kom fyrir mína menn." „Við erum ekki með mikla breidd og þegar það leika ekki allir á fullu og gera þetta saman sem lið þá getum við ekki neitt." „Við fráköstum mjög illa í þessum leik og vorum lélegir. Við náðum þessu niður en svo falla menn aftur í sama farið og verða týndir, þetta var mjög skrítið," sagði Sigurður að lokum. Stig Stjörnunnar: Marvin Valdimarsson 23 Keith Cothran 23 Sigurjón Örn Lárusson 20 Justin Shouse 15 Guðjón H. Lárusson 10 Fannar Helgason 8 Dagur Kári Jónsson 8 Stig Keflavíkur: Charlie Parker 27 Steven Gerrard 26 Jarryd Cole 18 Valur O. Valsson 7 Gunnar Stefánsson 6 Almar Guðbrandsson 4 Halldór Halldórsson 3 Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Sjá meira
Stjarnan skellti Keflavík 107-91 í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti Iceland Express deildar karla í körfubolta. Stjarnan var fjórtán stigum yfir í hálfleik 61-47. Leikurinn var mjög hraður í upphafi og gengu sóknir beggja liða mjög vel en á sama tíma var lítið um varnir. Jafnræði var með liðunum allan fyrsta leikhluta en Stjarnan náði fjögurra stiga forystu undir lok fyrsta leikhluta 32-28. Stjarnan hóf annan leikhluta með látum og var komið með ellefu stiga forskot þegar leikhlutinn var hálfnaður 49-38. Stjarnan bætti í frekar en að gefa eftir og náði mest sextán stiga forystu í fjórðungnum en Keflavík skoraði síðustu körfu fyrri hálfleik og því munaði fjórtán stigum á liðunum 61-47. Stjarnan var mikið ákveðnar í öllum sínum aðgerðum sem lýsir sér best í því að liðið tók 22 fráköst í fyrri hálfleik gegn 7 hjá Keflavík en Stjarnan tók þar af 9 sóknarfráköst í fyrri hálfleik. Keflavík vann sig inn í leikinn í þriðja leikhluta með frábærum varnarleik og mikilli baráttu. Eftir fjórar mínútur í seinni hálfleik var munurinn kominn niður í sex stig 66-60. Stjarnan náði að stöðva atlögu Keflavíkur og var sjö stigum yfir fyrir síðasta leikhlutann 78-71. Stjarnan lenti aldrei í vandræðum í fjórða leikhluta, munurinn var yfirleitt í kringum tíu stig og aldrei nett sem benti til þess að Keflavík næði að gera leikinn spennandi sem og varð rauninn því sigur Stjörnunnar var mjög sannfærandi þegar yfirlauk. Teitur: Hefðum unnið alla í dag„Liðsheildin var frábær í dag. Það var allir í liðinu tilbúnir í slaginn og allir á sömu línunni. Það voru allir tilbúnir að leggja á sig fyrir félagana í liðinu og þá erum við mjög sterkir og góðir og þetta var líklega besti leikurinn okkar í vetur," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við fengum mörg stig á okkur framan af. Keflavík hitti mjög vel í byrjun, fengu fimm þrista. Venjulega dettur þriggja stiga prósentan niður er líður á leikina og það var raunin núna. Við náðum líka að stíga upp og laga okkur að því sem þeir voru að gera og mér fannst það ganga mjög vel." „Við finnum aftur okkar jafnvægi og þá fannst mér þetta ekki vera spurning." „Það voru allir tilbúnir í að berjast. Við hefðum unnið alla í dag, það skipti ekki máli hvort það var Grindavík, Keflavík eða hvaða lið sem er. Ég held að við hefðum unnið alla í dag. Það er virkilega gaman að fara með svona góða tilfinningu inn í jólinn og með sjálfstraust. Það líður öllum vel eftir þetta og menn geta borðar mat með góðri samvisku," sagði Teitur að lokum. Sigurður: Vorum ömurlegirVið gátum ekkert. Við spiluðum enga vörn og vorum ömurlegir," sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur í leikslok. „Við spiluðum ágætis vörn í nokkrar mínútur byrjun seinni hálfleiks og náðum þessu niður í leik eins og við viljum en svo duttum við niður. Ég veit ekki hvað kom fyrir mína menn." „Við erum ekki með mikla breidd og þegar það leika ekki allir á fullu og gera þetta saman sem lið þá getum við ekki neitt." „Við fráköstum mjög illa í þessum leik og vorum lélegir. Við náðum þessu niður en svo falla menn aftur í sama farið og verða týndir, þetta var mjög skrítið," sagði Sigurður að lokum. Stig Stjörnunnar: Marvin Valdimarsson 23 Keith Cothran 23 Sigurjón Örn Lárusson 20 Justin Shouse 15 Guðjón H. Lárusson 10 Fannar Helgason 8 Dagur Kári Jónsson 8 Stig Keflavíkur: Charlie Parker 27 Steven Gerrard 26 Jarryd Cole 18 Valur O. Valsson 7 Gunnar Stefánsson 6 Almar Guðbrandsson 4 Halldór Halldórsson 3
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Sjá meira