Innlent

Barnabarn Helga komið með íslenskan ríkisborgararétt

Helgi í Góu getur fagnað í dag. Sonarsonur hans hlaut ríkisborgararétt í dag.
Helgi í Góu getur fagnað í dag. Sonarsonur hans hlaut ríkisborgararétt í dag.
Alþingi samþykkti í dag frumvarp Allsherjar- og menntamálanefndar um veitingu ríkisborgararéttar. Með samþykktinni hlutu 24 einstaklingar íslenskan ríkisborgararétt.

Meðal þeirra er Siim Vitsut, rúmlega tveggja ára gamall drengur, sem er fæddur í Eistlandi. Hann er sonur Hannesar Þórs Helgasonar sem féll fyrir morðingjahendi í Hafnarfirði í fyrra og barnabarn Helga Vilhjálmssonar, oftast kenndur við Góu.

Þá hlaut Mehdi Kavyanpoor, fæddur árið 1958 í Íran, einnig ríkisborgararétt. Hann þurfti að berjast fyrir réttinum en hann komst í fréttirnar fyrr á árinu þegar hann hótaði að kveikja í sér í höfuðstöðvum Rauða kross Íslands. Þá var hann orðinn úrkula vonar um að fá að dvelja hér á landi til frambúðar en hann kom hingað upphaflega sem flóttamaður og dvaldi lengi á FIT hostel í Reykjanesbæ, líkt og aðrir flóttamenn.

Nefndinni bárust 42 umsóknir um ríkisborgararétt nú á haustþinginu og lagði nefndin til að að tuttugu og fjórum yrði veittur sá réttur að þessu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×