Fótbolti

Jóhann Berg og félagar í AZ fóru áfram í Evrópudeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Hollenska félagið AZ Alkmaar tryggði sér sæti í 32 liða úrslitum Evróudeildarinnar með því að gera 1-1 jafntefli á heimavelli á móti úkraínska liðinu Metalist Kharkiv í kvöld. Metalist var þegar búið að tryggja sigur í riðlinum en AZ náði öðru sætinu á markatölu.

AZ mátti ekki tapa leiknum þar sem að Austria Vín vann 2-0 sigur á Malmö FF í hinum leiknum í riðlinum. Metalist komst í 1-0 á 37. mínútu en Hollendingarnir svöruðu í næstu sókn og þannig urðu lokatölurnar.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði AZ og spilaði fyrstu 59 mínútur leiksins. Jóhann Berg fékk gula spjaldið sjö mínútum áður en honum var skipt útaf. Hann stóð ágætlega fyrir sínu og sýndi nokkur skemmtilegt tilþrif á vinstri vængnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×