Körfubolti

Snæfell vann óvæntan sigur á toppliði Keflavíkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingi Þór Steinþórsson segir sínum stelpum til.
Ingi Þór Steinþórsson segir sínum stelpum til. Mynd/Baldur Beck
Snæfell vann óvæntan 68-61 sigur á toppliði Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í Stykkiishólmi í kvöld. Snæfellskonur eru gríðarlega öflugar á heimavelli og sönnuðu það enn á ný í þessum leik.

Hildur Siguðardóttir skoraði 16 stig fyrir Snæfell, Kieraah Marlow og Hildur Björg Kjartansdóttir voru báðar með 15 stig og Alda Leif Jónsdóttir skoraði 13 stig. Jaleesa Butler skoraði 21 stig fyrir Keflavík og Birna Valgarðsdóttir skoraði 17 stig.

Snæfellsliðið lagði grunn að forystu sinni með því að breyta stöðunni úr 5-5 í 18-7 í fyrsta leikhluta en Snæfell var síðan 21-11 yfir við lok fyrsta leikhlutans. Snæfellskonur bættu aðeins við í öðrum leikhluta og voru með þrettán stiga forskot í hálfleik, 37-24.

Keflavíkurkonur unnu síðustu þrjár og hálfa mínútuna í þriðja leikhlutanum 11-3 og voru því bara átta stigum undir, 49-41, fyrir lokaleikhlutann. Keflavík náði að minnka muninn í fimm stig en komst ekki nær og Snæfell fagnaði frábærum sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×