Fréttaskýring: Sköpuðu bankaáhlaup með Twitter Magnús Halldórsson skrifar 12. desember 2011 22:06 Það mynduðust biðraðir víða um Lettland um sl. helgi eftir að sá orðrómur komst á kreik að bankar í landinu, einkum sænski bankinn Swedbank, stæðu höllum fæti. Lögreglan í Lettlandi hefur nú hafið formlega rannsókn á því hvers vegna bankaáhlaup hófst á banka í landinu á dögunum, einkum sænska bankann Swedbank. Frá þessu var greint á vefsíðu Wall Street Journal í dag. Sænski blaðamaðurinn Gustav Sandstrom skrifaði um málið frá Svíðþjóð. Í greininni er fullyrt að orðrómi hafi verið komið í umræðu á samfélagsmiðlum, m.a. með Twitter, sem hafi beinlínis verið ætlað að grafa undan stöðugleika fjármálakerfis landsins. Meðal þess sem fullyrt var á samfélagsmiðlum, var að hraðbönkum hefði verið lokað víða og að lítið fé væri til hjá Swedbank, starfsemi bankans í Eistlandi hefði verið lokað og að bankinn stæði raunar á brauðfótum.Forsætisráðherrann æfur Forsætisráðherra Lettlands, Valdis Dombrovskis, sagði við fjölmiðla að orðrómurinn hefði verið „skipulögð árás" á fjármálakerfi landsins. Hann sagði að málið yrði tekið föstum tökum hjá lögreglu og var hinn reiðasti á fundi þegar málið kom til umræðu. Að því er fram kemur í grein Wall Street Journal var tekið út sjö sinnum meira fé hjá Swedbank í hraðbönkum um helgina heldur en í venjulegu árferði, um 29 milljónir dollara. Swedbank er stærsti bankinn í Lettlandi, en áhætta bankans gagnvart sparifjáreigendum og fyrirtækjum í Lettlandi nemur um þremur milljörðum dollara samkvæmt síðasta birta ársreikningi Swedbank.Lítið traust Haft er eftir Henrik Noreus, hjá sænska fjármálaeftirlitinu, í greininni að traust á bönkum í Lettlandi og Litháen sé lítið í augnablikinu. Þess vegna geti falskur orðrómur valdið gríðarlegum skaða á skömmum tíma. Lítið traust má m.a. rekja til falls bankanna Krajbanka og Snoras fyrir skemmstu. Báðir bankarnir voru með umfangsmikla starfsemi í Lettlandi og Litháen áður en þeir féllu.Mikil sænsk áhætta Sænskir bankar eiga mikið undir því að Lettland og Litháen séu með stöðugt fjármálakerfi. Löndunum hefur báðum gengið betur efnahagslega heldur en búist var við eftir haustið 2008. Ekki síst var að það að þakka ströngu aðhaldi í ríkisfjármálum. En nú eru blikur á lofti, einkum í fjármálakerfinu. Sænsku bankarnir SEB og Nordea einnig einnig mikið undir í Lettlandi og Litháen. Í grein Wall Street Journal kemur fram hjá framkvæmdastjórum samskiptasviðs Swedbank, SEB og Nordea að bankarnir vinni nú að því að greina ástandið og bæta úr því tjóni sem varð á skömmum tíma, þegar sá orðrómur komst á kreik að Swedbank væri við það að falla. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Lögreglan í Lettlandi hefur nú hafið formlega rannsókn á því hvers vegna bankaáhlaup hófst á banka í landinu á dögunum, einkum sænska bankann Swedbank. Frá þessu var greint á vefsíðu Wall Street Journal í dag. Sænski blaðamaðurinn Gustav Sandstrom skrifaði um málið frá Svíðþjóð. Í greininni er fullyrt að orðrómi hafi verið komið í umræðu á samfélagsmiðlum, m.a. með Twitter, sem hafi beinlínis verið ætlað að grafa undan stöðugleika fjármálakerfis landsins. Meðal þess sem fullyrt var á samfélagsmiðlum, var að hraðbönkum hefði verið lokað víða og að lítið fé væri til hjá Swedbank, starfsemi bankans í Eistlandi hefði verið lokað og að bankinn stæði raunar á brauðfótum.Forsætisráðherrann æfur Forsætisráðherra Lettlands, Valdis Dombrovskis, sagði við fjölmiðla að orðrómurinn hefði verið „skipulögð árás" á fjármálakerfi landsins. Hann sagði að málið yrði tekið föstum tökum hjá lögreglu og var hinn reiðasti á fundi þegar málið kom til umræðu. Að því er fram kemur í grein Wall Street Journal var tekið út sjö sinnum meira fé hjá Swedbank í hraðbönkum um helgina heldur en í venjulegu árferði, um 29 milljónir dollara. Swedbank er stærsti bankinn í Lettlandi, en áhætta bankans gagnvart sparifjáreigendum og fyrirtækjum í Lettlandi nemur um þremur milljörðum dollara samkvæmt síðasta birta ársreikningi Swedbank.Lítið traust Haft er eftir Henrik Noreus, hjá sænska fjármálaeftirlitinu, í greininni að traust á bönkum í Lettlandi og Litháen sé lítið í augnablikinu. Þess vegna geti falskur orðrómur valdið gríðarlegum skaða á skömmum tíma. Lítið traust má m.a. rekja til falls bankanna Krajbanka og Snoras fyrir skemmstu. Báðir bankarnir voru með umfangsmikla starfsemi í Lettlandi og Litháen áður en þeir féllu.Mikil sænsk áhætta Sænskir bankar eiga mikið undir því að Lettland og Litháen séu með stöðugt fjármálakerfi. Löndunum hefur báðum gengið betur efnahagslega heldur en búist var við eftir haustið 2008. Ekki síst var að það að þakka ströngu aðhaldi í ríkisfjármálum. En nú eru blikur á lofti, einkum í fjármálakerfinu. Sænsku bankarnir SEB og Nordea einnig einnig mikið undir í Lettlandi og Litháen. Í grein Wall Street Journal kemur fram hjá framkvæmdastjórum samskiptasviðs Swedbank, SEB og Nordea að bankarnir vinni nú að því að greina ástandið og bæta úr því tjóni sem varð á skömmum tíma, þegar sá orðrómur komst á kreik að Swedbank væri við það að falla.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira