Enski boltinn

Man. Utd og Liverpool fá ekki að kaupa Ramirez

Ramirez fagnar marki með Bologna.
Ramirez fagnar marki með Bologna.
Umboðsmaður miðjumannsins Gaston Ramirez, leikmanns Bologna, hefur sagt forráðamönnum Man. Utd og Liverpool að slaka á því leikmaðurinn verði ekki seldur í janúar.

Þessi úrúgvæski strákur hefur slegið í gegn og fjölmörg félög vilja fá hann í sínar raðir.

Þessi 21 árs gamli leikmaður skrifaði undir nýjan samning við Bologna fyrr á árinu. Hann yrði því alls ekki ókeypis.

Þó svo hann verði ekki seldur í janúar er talið ansi líklegt að hann yfirgefi herbúðir ítalska liðsins næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×