Enski boltinn

Blackburn og QPR hafa áhuga á Del Piero

Del Piero í leik með Juve.
Del Piero í leik með Juve.
Hinn 37 ára gamli Ítali Alessandro Del Piero verður ekki í neinum vandræðum með finna sér nýtt félag í sumar en Juventus vill ekki nýta krafta hans áfram.

Del Piero hefur verið hjá Juventus síðan árið 1993 og er goðsögn hjá félaginu. Ekki eru allir sáttir við að félagið vilji ekki hafa leikmanninn áfram en hann hefur engan áhuga á því að leggja skóna á hilluna.

Fyrir vikið fær hann lítið að spila í vetur og hefur aðeins þrisvar verið í byrjunarliðinu. Honum hefur ekki ekki enn lánast að skora í vetur.

AC Milan hefur sýnt honum áhuga og svo heyrist nú að ensku liðin Blackburn og QPR séu einnig áhugasöm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×