Enski boltinn

Liverpool á eftir úrúgvæskum bakverði

Jorge Fucile.
Jorge Fucile.
Liverpool mun líklega láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í janúar. Liðið er nú orðað við úrúgvæskan bakvörð sem spilar með Porto.

Sá heitir Jorge Fucile og er 27 ára gamall. Hann getur leyst báðar bakvarðarstöðurnar með sóma og fær hæstu meðmæli frá landa sínum Luis Suarez. Fucile hefur leikið 34 landsleiki fyrir Úrúgvæ.

Liverpool er einnig sagt vera að skoða annan leikmann Porto, Fernando, og Beram Kayal hjá Celtic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×