Enski boltinn

Ferill Vidic ekki í hættu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Umboðsmaður Nemanja Vidic segir sögusagnir um að hnémeiðsli Nemanja Vidic muni mögulega binda endi á feril hans rangar. Hann muni spila aftur á næsta ári.

Vidic sleit þrjú liðbönd í hægra hné í leik gegn Basel í Meistaradeild Evrópu og mun gangast undir aðgerð síðar í vikunni. Talið er að hann verði frá í samtals tólf mánuði og muni því missa af upphafi næsta tímabils með Manchester United.

„Fyrstu spár segja að hann verði frá í eitt ár en það er tilgangslaust að tala um að ferill hans sé mögulega á enda," sagði umboðsmaðurinn Silvana Martina.

„Þetta eru vissulega alvarleg meiðsli en læknar Manchester United hafa fullvissað okkur að endurhæfingin muni ganga vel fyrir sig og að hann muni spila á ný."

„Honum líður vel. Hann mun spila aftur á næsta ári, sterkari og betri."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×