Enski boltinn

Luis Suarez dæmdur í eins leiks bann | Ekki með gegn Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Luis Suarez, leikmaður Liverpool, hefur verið dæmdur í eins leiks bann fyrir að gefa stuðningsmönnum Fulham fingurinn í leik liðanna í upphafi mánaðarins.

Suarez fékk á dögunum átta leikja bann fyrir að vera með kynþáttaníð í garð Patrice Evra hjá Manchester United. Áfrýjunarfrestur er þó ekki liðinn út og hefur bannið því ekki enn tekið gildi.

En Suarez játaði sök í þessu máli og verður því í banni þegar að Liverpool mætir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á föstudagskvöldið. Hann var sektaður um 20 þúsund pund.

Liverpool var einnig sektað um 20 þúsund pund fyrir að hafa ekki stjórn á sínum leikmönnum í umræddum leik gegn Fulham. Jay Spearing var rekinn af velli og leikmenn mótmæltu dómgæslu Kevin Friend oft í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×