Enski boltinn

Messan: Berbatov góður þegar hann nennir því

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dimitar Berbatov, leikmaður Manchester United, minnti á sig með þrennu í 5-0 sigri Manchester United á Wigan í vikunni. Fjallað var um hann í Sunnudagsmessunni í gær.

Heil umferð fór fram í ensku úrvalsdeildinni nú í vikunni og því var sérstakur þáttur Sunnudagsmessunnar sendur út í gær. Gestur þáttarins var Eiður Smári Guðjohnsen sem lék lengi vel í ensku úrvalsdeildinni.

Þeir félagar fóru vel yfir mál Berbatov en Eiður Smári segist hrífast af kappanum. „Hann er frábær leikmaður og það er alltaf gaman að horfa á hann spila þegar hann nennir því," sagði Eiður Smári.

Myndbandið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×