Enski boltinn

Man. Utd orðað við Sneijder enn á ný

Wesley Sneijder.
Wesley Sneijder.
Þó svo Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, láti annað í ljós þá búast flestir við því að hann versli í janúar. United er með fjölda leikmanna á meiðslalistanum og liðinu vantar klárlega styrkingu.

Á meðal þeirra leikmanna sem eru orðaðir við United er hollenski miðjumaðurinn Wesley Sneijder en hann var sterklega orðaður við félagið í sumar. Þá hætti Ferguson við þar sem honum fannst Sneijder einfaldlega vera of dýr.

Talið er að Inter sé til í að selja en ef Sneijder vill fara til Uniyed þarf hann líklega að sætta sig við launalækkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×