Enski boltinn

Warnock ætlar ekki að fá Hleb til QPR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Hleb, til vinstri, í leik með Wolfsburg í Þýskalandi.
Alexander Hleb, til vinstri, í leik með Wolfsburg í Þýskalandi. Nordic Photos / Getty Images
Neil Warnock, knattspyrnustjóri QPR, segir það rangt sem komið hefur fram í enskum fjölmiðlum að félagið ætli sér að fá Hvít-Rússann Alexander Hleb nú í janúarmánuði.

Hleb er samningsbundinn Barcelona en er nú í láni hjá Wolfsburg í Þýskalandi til loka ársins. Þjóðverjarnir hafa ekki áhuga á að halda honum enda hefur hann lítið getað spilað vegna meiðsla.

„Ég las þetta um daginn en þetta er ekki rétt," sagði Warnock. „Ég ætti erfitt með að bera nafn hans fram á liðsfundum."

Hleb sló í gegn með Arsenal á sínum tíma og var seldur til Barcelona árið 2008. Síðan þá hefur honum gengið illa að ná sér á strik og glímt við hin ýmsu meiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×