Enski boltinn

Villas-Boas: Ekki bara á höttunum eftir Cahill

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andre-Villas Boas, stjóri Chelsea.
Andre-Villas Boas, stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, hefur staðfest að félagið er að reyna að ná samningum um kaup á varnarmanninum Gary Cahill frá Bolton.

Villas-Boas sagði þetta í viðtali á heimasíðu Chelsea og sagði einnig að Cahill væri ekki sá eini sem félagið væri að eltast við þessa dagana.

Samningur Cahill við Bolton rennur út í sumar og félagið er reiðbúið að selja hann nú í stað þess að missa hann frítt í sumar.

„Við erum að reyna að styrkja vörnina með því að ná samningum um kaup á Gary Cahill en ég held að við munum ekki gera meira en það - kannski fá einn leikmann til viðbótar," sagði Villas-Boas.

„Það er okkar helsta forgangsatriði að styrkja vörnina og við ætlum að reyna að ganga frá því eins fljótt og mögulegt er. Við höfum rætt við Bolton en það þýðir samt ekki að hann sé eini kosturinn okkar í stöðunni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×