Enski boltinn

Torres fær að byrja hjá Chelsea - Drogba á bekknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Mynd/AFP
Fernando Torres er í byrjunarliði Chelsea á móti Fulham en þetta er fyrsti leikur hans í byrjunarliðinu í ensku úrvalsdeildinni síðan í lok október. Frank Lampard og David Luiz eru líka í Chelsea-liðinu.

Didier Drogba er því á bekknum í dag en hann hefur haldið Torres út úr liðinu. Báðir hafa ekkert alltof góða tölfræði í ensku úrvalsdeildinni í vetur, Torres hefur skorað 2 mörk í 12 deildarleikjum en Drogba er með 2 mörk í 13 deildarleikjum.

Torres er enn með fleiri deildarmörk fyrir Liverpool (4) en fyrir Chelsea (3) á árinu 2011 en hann skoraði þessi fjögur mörk fyrir Liverpool-liðið í janúarmánuði áður en hann var seldur fyrir 50 milljónir punda til Chelsea.

Bobby Zamora er enn á ný á bekknum hjá Fulham og Martin Jol er tregur til að gefa honum tækifærið í byrjunarliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×