Enski boltinn

Ledley King: Besta Tottenham-liðið sem ég hef verið í

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ledley King.
Ledley King. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ledley King er ánægður með gengi Tottenham-liðsins til þessa í vetur og man ekki eftir að liðið hafi spilað betur á þeim þrettán árum sem hann hefur verið hjá klúbbnum.

„Ég man ekki eftir því að hafa verið áður í svona góðri stöðu um jólin," sagði Ledley King en Tottenham er í 3. sæti deildarinnar og hefur ekki verið svona ofarlega um hátíðarnar síðan 1984. Þetta er ennfremur í fyrsta sinn síðan 1995 sem Tottenham er efst af Lundúnaliðunum á þessum tíma ársins.

„Við yrðum vissulega mjög vonsviknir ef að við náum ekki að enda í einu af fjórum efstu sætunum úr þessu. Við erum með leikmannahóp sem á að geta náð því," sagði King.

„Ég er bjartsýnn að við getum haldið áfram á þessari braut. Sjálfstraustið er mikið í liðinu og við teljum okkur geta unnið öll lið. Þetta er besta Tottenham-liðið sem ég hef verið í," sagði Ledley King.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×