Enski boltinn

Aron Einar lagði upp jöfnunarmarkið hjá Cardiff

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson og Kenny Miller.
Aron Einar Gunnarsson og Kenny Miller. Mynd/Nordic Photos/Getty
Cardiff City náði aðeins 1-1 jafnefli á móti Watford í ensku b-deildinni í dag og Aron Einar Gunnarsson og félagar hafa því ekki náð sigri í síðustu þremur leikjum sínum í baráttunni fyrir sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Aron Einar átti þó mikinn þátt í því að í það minnsta eitt stig kom með í farteskinu aftur til Wales því hann lagði upp jöfnunarmark liðsins á 80. mínútu sem var sjálfsmark hjá Adrian Mariappa.

Prince Buaben hafði komið Watford í 1-0 á 62. mínútu en liðið var þrettán sætum fyrir neðan Cardiff fyrir leikinn.

Cardiff City hefur þar með aðeins náð í tvö stig út úr síðustu þremur deildarleikjum sínum en liðið var komið upp í þriðja sæti deildarinnar eftir fimm sigra í sex leikjum í frá byrjun nóvember til byrjun desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×