NBA-tímabilið af stað með fimm dúndurleikjum - hvað er í boði í dag? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. desember 2011 15:00 Dwyane Wade. Mynd/Nordic Photos/Getty NBA-deildin hefst aftur í dag og framundan eru fimm dúndurleikir þar af er einn þeirra sýndur á Stöð 2 Sport og annar á NBA TV á fjölvarpinu. Það er óhætt að segja að NBA-áhugamenn fái flotta leiki þegar NBA-tímabilið fer loksins af stað tæpum tveimur mánuðum of seint. „Við fáum nokkra magnaða leiki á jóladag og ég er mjög spenntur," sagði Magic Johnson á ESPN. „Ég er ánægður að við getum loksins farið að einbeita okkur á körfuboltanum, liðunum og öll stórstjörunum sem spila í þessari deild. Ég er tilbúinn og ég held að allir séu klárir í bátana, bæði leikmennirnir og stuðningsmennirnir," sagði Magic. Veislan byrjar á leik New York Knicks og Boston Celtics í Madison Square Garden sem hefst klukkan fimm að íslenskum tíma. Boston sópaði New York út úr úrslitakeppninni í vor en Knicks er búið að styrkja sig með miðherjanum Tyson Chandler sem varð meistari með Dallas á síðasta tímabili. Boston þarf hugsanlega að byrja tímabilið án Paul Pierce sem er meiddur á ökkla.Dirk Nowitzki.Mynd/Nordic Photos/GettyNæst á dagskrá er leikur NBA-meistara Dallas Mavericks og Miami Heat, liðsins sem þeir unnu í úrslitunum í sumar. Dwyane Wade, LeBron James og Chris Bosh eru mættir á ný og ættu að vera gíraðir upp í leikinn eftir að hafa þurft að horfa upp á Dallas hengja upp meistarafána sinn fyrir leikinn. NBA-spekingar búast ekki við því að Dallas verji titilinn. Þeir hafa bætt við sig Lamar Odom og Vince Carter en eru búnir að missa tvo lykilmenn í Tyson Chandler og J.J. Barea. Þessi leikur verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan hálf átta að íslenskum tíma. Þriðji leikur kvöldsins hefst klukkan tíu að íslenskum tíma og er á milli Los Angeles Lakers og Chicago Bulls. Derrick Rose, besti leikmaður síðasta tímabils mætir með lið sitt í Staples Center og hefur nú Richard Hamilton með sér í bakvarðarsveitinni. Lakers er með nýjan þjálfara í Mike Brown en þarf að byrja án miðherjans Andrew Bynum sem er í leikbanni. Þetta lítur ekki alltof vel út fyrir Lakers sem lét Lamar Odom fara, reyndi að skipta Pau Gasol og þá þarf Kobe Bryant að spila meiddur á hendi. Þetta verður líka fyrsti NBA-leikur Metta World Peace (Ron Artest) undir nýju nafni hvað sem það þýðir.Chris PaulMynd/Nordic Photos/GettyFjórði leikur dagsins er á milli Oklahoma City Thunder og Orlando Magic en hann hefst klukkan eitt að íslenskum tíma. Thunder-liðið er eitt af þeim liðum sem er spáð mjög góðu gengi í vetur með Kevin Durant í fararbroddi. Hjá Orlando hafa síðustu vikur snúist um það hvort Dwight Howard verði með liðinu eða ekki. Hann verður með í þessum leik og það fór illa fyrir Kendrick Perkins þegar hann reyndi síðast að stoppa Súpermann. Howard var þá með 28 stig og 13 fráköst en Perkins skoraði ekki einasta stig. Lokaleikurinn er síðan á milli Golden State Warriors og Los Angeels Clippers sem hefst ekki fyrr en klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á NBATV. Þetta er fyrsti mótsleikur Clippers með Chris Paul en liðið byrjaði vel á undirbúningstímabilunu og vann þá nágranna sína í Los Angeles Lakers tvisvar sinnum. Það verður enginn svikinn af því að sjá Paul leggja upp þrumutroðslur fyrir þá Blake Griffin og DeAndre Jordan sem voru tveir af þremur aðal-troðurum deildarinnar á síðustu leiktíð. Þetta verður líka fyrsti leikur Golden State liðsins undir stjórn Mark Jackson sem ætlar að leggja höfuðáhersluna á varnarleikinn hjá liði sem hefur aðallega einbeitt sér að því að keyra upp hraðann í sínum leikjum síðustu tímabil. NBA-leikir dagsins (íslenskur tími)Tyson Chandler.Mynd/Nordic Photos/Getty17:00 New York Knicks-Boston Celtics 19:30 Dallas Mavericks-Miami Heat (Stöð 2 Sport) 22:00 Los Angeles Lakers-Chicago Bulls 01:00 Oklahoma City Thunder-Orlando Magic 03:30 Golden State Warriors-Los Angeles Clippers (NBATV) NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Sjá meira
NBA-deildin hefst aftur í dag og framundan eru fimm dúndurleikir þar af er einn þeirra sýndur á Stöð 2 Sport og annar á NBA TV á fjölvarpinu. Það er óhætt að segja að NBA-áhugamenn fái flotta leiki þegar NBA-tímabilið fer loksins af stað tæpum tveimur mánuðum of seint. „Við fáum nokkra magnaða leiki á jóladag og ég er mjög spenntur," sagði Magic Johnson á ESPN. „Ég er ánægður að við getum loksins farið að einbeita okkur á körfuboltanum, liðunum og öll stórstjörunum sem spila í þessari deild. Ég er tilbúinn og ég held að allir séu klárir í bátana, bæði leikmennirnir og stuðningsmennirnir," sagði Magic. Veislan byrjar á leik New York Knicks og Boston Celtics í Madison Square Garden sem hefst klukkan fimm að íslenskum tíma. Boston sópaði New York út úr úrslitakeppninni í vor en Knicks er búið að styrkja sig með miðherjanum Tyson Chandler sem varð meistari með Dallas á síðasta tímabili. Boston þarf hugsanlega að byrja tímabilið án Paul Pierce sem er meiddur á ökkla.Dirk Nowitzki.Mynd/Nordic Photos/GettyNæst á dagskrá er leikur NBA-meistara Dallas Mavericks og Miami Heat, liðsins sem þeir unnu í úrslitunum í sumar. Dwyane Wade, LeBron James og Chris Bosh eru mættir á ný og ættu að vera gíraðir upp í leikinn eftir að hafa þurft að horfa upp á Dallas hengja upp meistarafána sinn fyrir leikinn. NBA-spekingar búast ekki við því að Dallas verji titilinn. Þeir hafa bætt við sig Lamar Odom og Vince Carter en eru búnir að missa tvo lykilmenn í Tyson Chandler og J.J. Barea. Þessi leikur verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan hálf átta að íslenskum tíma. Þriðji leikur kvöldsins hefst klukkan tíu að íslenskum tíma og er á milli Los Angeles Lakers og Chicago Bulls. Derrick Rose, besti leikmaður síðasta tímabils mætir með lið sitt í Staples Center og hefur nú Richard Hamilton með sér í bakvarðarsveitinni. Lakers er með nýjan þjálfara í Mike Brown en þarf að byrja án miðherjans Andrew Bynum sem er í leikbanni. Þetta lítur ekki alltof vel út fyrir Lakers sem lét Lamar Odom fara, reyndi að skipta Pau Gasol og þá þarf Kobe Bryant að spila meiddur á hendi. Þetta verður líka fyrsti NBA-leikur Metta World Peace (Ron Artest) undir nýju nafni hvað sem það þýðir.Chris PaulMynd/Nordic Photos/GettyFjórði leikur dagsins er á milli Oklahoma City Thunder og Orlando Magic en hann hefst klukkan eitt að íslenskum tíma. Thunder-liðið er eitt af þeim liðum sem er spáð mjög góðu gengi í vetur með Kevin Durant í fararbroddi. Hjá Orlando hafa síðustu vikur snúist um það hvort Dwight Howard verði með liðinu eða ekki. Hann verður með í þessum leik og það fór illa fyrir Kendrick Perkins þegar hann reyndi síðast að stoppa Súpermann. Howard var þá með 28 stig og 13 fráköst en Perkins skoraði ekki einasta stig. Lokaleikurinn er síðan á milli Golden State Warriors og Los Angeels Clippers sem hefst ekki fyrr en klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á NBATV. Þetta er fyrsti mótsleikur Clippers með Chris Paul en liðið byrjaði vel á undirbúningstímabilunu og vann þá nágranna sína í Los Angeles Lakers tvisvar sinnum. Það verður enginn svikinn af því að sjá Paul leggja upp þrumutroðslur fyrir þá Blake Griffin og DeAndre Jordan sem voru tveir af þremur aðal-troðurum deildarinnar á síðustu leiktíð. Þetta verður líka fyrsti leikur Golden State liðsins undir stjórn Mark Jackson sem ætlar að leggja höfuðáhersluna á varnarleikinn hjá liði sem hefur aðallega einbeitt sér að því að keyra upp hraðann í sínum leikjum síðustu tímabil. NBA-leikir dagsins (íslenskur tími)Tyson Chandler.Mynd/Nordic Photos/Getty17:00 New York Knicks-Boston Celtics 19:30 Dallas Mavericks-Miami Heat (Stöð 2 Sport) 22:00 Los Angeles Lakers-Chicago Bulls 01:00 Oklahoma City Thunder-Orlando Magic 03:30 Golden State Warriors-Los Angeles Clippers (NBATV)
NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Sjá meira