Lífið

Botnleðja með "comback" - myndband

Styrktartónleikar voru haldnir í gærkvöldi í Kaplakrika til minningar um Hermann Fannar Valgarðsson, sem lést í síðasta mánuði langt fyrir aldur fram. Öll helstu bönd landsins komu fram á tónleikunum sem voru rúmir 6 tímar að lengd.

Á meðal þeirra banda sem komu fram var hljómsveitin Botnleðja, sem hefur ekki spilað í fjölda ára. Þetta „comeback" kom áhorendum skemmtilega á óvart og höfðu einhverjir á orði að rokkararnir hafi engu gleymt.

Í meðfylgjandi myndskeiði er hægt að sjá Botnleðju taka lagið „Þið eruð frábær". Hægt er að sjá fleiri lög af tónleikunum í sjónvarpi Vísi hér.

Ennþá er hægt er að styrkja minningarsjóð Hermanns Fannars með einu símtali í 902-0022 þá fara sjálfkrafa 2000 krónur til fjölskyldu Hermanns. Greiðslan færist á símreikning þinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.