Seðlabankinn bíður eftir stjórnvöldum Hafsteinn Hauksson skrifar 20. desember 2011 21:15 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir of djúpt í árinni tekið að Seðlabankinn sé búinn að gefast upp á einföldu verðbólgumarkmiði og fljótandi gengi. Hins vegar hafi bankinn talað óvenju opinskátt um hversu illa hafi tekist með þá stefnu á árunum fyrir hrun. Í nýjasta þætti Klinksins segir hann að meginmarkið peningastefnunnar hafi hins vegar náðst með þeirri stefnu sem fylgt hefur verið eftir hrun, og því virðist það ekki vera verkefni númer eitt að breyta um peningastefnu núna. „Hins vegar er ljóst að við þurfum sem þjóð að gera upp við okkur hvert við ætlum að fara með þetta," segir Þórarinn. „Seðlabankinn birti í fyrra skýrslu um það fyrirkomulag sem við sáum fyrir okkur að gæti gengið á næstu árum, allavega þangað til að við göngum inn í myntbandalag fyrst við erum á formlegri leið þangað." Þar vísar Þórarinn til Verðbólgumarkmiðs-Plús sem bankinn kynnti fyrir sléttu ári síðan, en það er stefna sem grundvallast á verðbólgumarkmiði með ýmsum veigamiklum lagfæringum til að berja í bresti stefnunnar og standa vörð um stöðugleika. Hann segir hins vegar að það hefði mátt ganga hraðar að vinna úr þessum tillögum og pólitísk umræða hafi ekki verið fyrirferðamikil. „Þetta er auðvitað í skoðun, og við bíðum ennþá viðbragða frá stjórnvöldum; er þetta leiðin sem við viljum fara? Við erum líka að vinna að mjög ítarlegri úttekt á öllum kostum sem við gætum mögulega haft að velja úr - þar á meðal upptöku annarar myntar, myntráði eða öðru slíku. Við vonumst til að þetta komi út á næsta ári, þetta endar í 600 síðum eða svo." „En eins og þú réttilega segir, þessi umræða þarf að fara sem fyrst af stað, og hún hefði mátt gera það fyrr," segir Þórarinn að lokum. Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Sjá meira
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir of djúpt í árinni tekið að Seðlabankinn sé búinn að gefast upp á einföldu verðbólgumarkmiði og fljótandi gengi. Hins vegar hafi bankinn talað óvenju opinskátt um hversu illa hafi tekist með þá stefnu á árunum fyrir hrun. Í nýjasta þætti Klinksins segir hann að meginmarkið peningastefnunnar hafi hins vegar náðst með þeirri stefnu sem fylgt hefur verið eftir hrun, og því virðist það ekki vera verkefni númer eitt að breyta um peningastefnu núna. „Hins vegar er ljóst að við þurfum sem þjóð að gera upp við okkur hvert við ætlum að fara með þetta," segir Þórarinn. „Seðlabankinn birti í fyrra skýrslu um það fyrirkomulag sem við sáum fyrir okkur að gæti gengið á næstu árum, allavega þangað til að við göngum inn í myntbandalag fyrst við erum á formlegri leið þangað." Þar vísar Þórarinn til Verðbólgumarkmiðs-Plús sem bankinn kynnti fyrir sléttu ári síðan, en það er stefna sem grundvallast á verðbólgumarkmiði með ýmsum veigamiklum lagfæringum til að berja í bresti stefnunnar og standa vörð um stöðugleika. Hann segir hins vegar að það hefði mátt ganga hraðar að vinna úr þessum tillögum og pólitísk umræða hafi ekki verið fyrirferðamikil. „Þetta er auðvitað í skoðun, og við bíðum ennþá viðbragða frá stjórnvöldum; er þetta leiðin sem við viljum fara? Við erum líka að vinna að mjög ítarlegri úttekt á öllum kostum sem við gætum mögulega haft að velja úr - þar á meðal upptöku annarar myntar, myntráði eða öðru slíku. Við vonumst til að þetta komi út á næsta ári, þetta endar í 600 síðum eða svo." „En eins og þú réttilega segir, þessi umræða þarf að fara sem fyrst af stað, og hún hefði mátt gera það fyrr," segir Þórarinn að lokum. Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Sjá meira