Enski boltinn

Cardiff færðist nær toppnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson í leik með Cardiff.
Aron Einar Gunnarsson í leik með Cardiff. Nordic Photos / Getty Images
Fjöldi leikja fór fram í ensku B-deildinni í dag en Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff unnu góðan 1-0 útisigur á Nottingham Forest.

Með sigrinum færðist Cardiff nær toppnum því ekkert þriggja efstu liðanna unnu leiki sína í umferðinni. Topplið Southampton tapaði í gær, Middlesbrough gerði 1-1 jafntefli við Peterborough og West Ham, sem er í þriðja sætinu, tapaði fyrir Derby, 2-1.

Cardiff er svo í fjórða sætinu með 42 stig, fimm á eftir toppliði Southampton. Middlesbrough er með 45 stig og West Ham 44. Aron Einar lék allan leikinn í liði Cardiff.

Hermann Hreiðarsson var á meðal varamanna Portsmouth þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Leicester. Brynjar Björn Gunnarsson, Reading, og Ívar Ingimarsson, Ipswich, komu hvorugir við sögu þegar að Reading vann leik liðanna á heimavelli í dag, 1-0.

Reading er í fimmta sæti með 39 stig, Portsmouth í átjánda með 28 stig og Ipswich í því nítjánda með 27 stig.

Úrslit dagsins:

Barnsley - Leeds 4-1

Birmingham - Blackpool 3-0

Burnley - Hull 1-0

Coventry - Brighton 2-0

Derby - West Ham 2-1

Leicester - Portsmouth 1-1

Middlesbrough - Peterborough 1-1

Millwall - Crystal Palace 0-1

Nottingham Forest - Cardiff 0-1

Reading - Ipswich 1-0

Watford - Doncaster 4-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×