Enski boltinn

Kean: Ungu strákarnir frábærir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Steve Kean var vitanlega hæstánægður með sigur Blackburn á Manchester United í dag. Með sigrinum komst Blackburn úr botnsæti deildarinnar.

„Þettu eru rosaleg úrslit. Það gefur okkur mjög mikið fyrir framhaldið að koma hingað með þetta unga lið," sagði hann eftir leikinn í dag.

„Við nældum okkur í gott stig á Anfield um daginn og þessir ungu strákar eru sífellt að styrkjast og bæta sig."

Yakubu skoraði tvö mörk í dag og þessi reyndi sóknarmaður hefur heldur betur reynst sínum mönnum dýrmætur. „Hann Yak hefur verið ótrúlegur. En hann hefur alltaf þjónað sínum liðum vel í gegnum tíðina og skorað mörk mörk. Hann er sannur markaskorari."

Yakubu sjálfur lofaði Kean á móti. „Stjórinn á hrós skilið. Hann kom hingað á Old Trafford undir mikilli pressu og náði í þrjú stig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×