Enski boltinn

Ferguson: Þeir vörðust eins og lífið lægi við

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
„Þetta var hræðilegt,“ sagði Alex Ferguson, stjóri Manchester United eftir neyðarlegt tap fyrir Blackburn á heimavelli í dag.

Ferguson er sjötugur í dag en vill sjálfsagt gleyma þessum leik sem allra fyrst. Blackburn komst í 2-0 með mörkum Yakubu en Dimitar Berbatov skoraði tvö í seinni hálfleik og jafnaði metin.

Grant Hanley, varnarmaðurinn ungi, skoraði svo sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu skömmu fyrir leikslok.

„Við áttum aldrei von á þessu. Við fengum tvö skelfileg mörk á okkur og við megum ekki við því í leik eins og þessum," sagði Ferguson og lofaði lið Blackburn: „Þeir vörðust eins og lífið lægi við."

„Ég héld að leikurinn væri að snúast með okkur þegar við jöfnuðum. En við erum að glíma við meiðsli eins og er og tókum áhættu með því að láta Anderson spila. En hann gerði sitt besta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×